Halló frá byrjanda,
Eftir 15 ára hlé er ég loks byrjaður aftur. Eignaðist gott 720 l búr af góðum manni og í millitíðinni hitti ég meistara Varg (Hlyn) upp á höfða í aðstöðunni sem hann hefur þar. Sjálfur hef ég mikla þörf fyrir að kaupa gæði fyrir réttann pening og fá heiðarlega þjónustu. Ótrúlegt hvað Vargur og kærasta hans komu mér á rétta braut í þessum málum og hjálpuðu svo góðfúslega allann ferilinn frá því ég fékk búrið til nútímans þar sem ég er með gott úrval stórra fiska í búrinu (afsakið myndir koma seinna). Meginþema þessa bréfs er skrifað með þeim tilgangi að ef annar byrjandi er þarna úti eins og ég hikið ekki við að tala við Varg og kærustu hans og fáið fagmannlega hjálp við að komast af stað. Hann hefur allar þær upplýsingar sem á þarf að halda og er verulega vel tengdur inn í allt tengt fiskum og gefur góð ráð. Sjálfur hef ég keypt nánast allt sem ég hef þurft; fiska, tæki og fóður hjá honum. Og jú það sem mikilvægast er að hvergi finnst ónefndur gjaldmiðill í augunum á þeim. Að lokum mæli ég með að allir sem þetta bréf lesa og eru ekki í samtökum ferskvatnsfiska gerist meðlimir og verði virkir á fundum. Þar er frábært fólk að finna úr öllum geirum samfélagsins með sameiginlegt áhugamál jú þið vitið hvað.
Kveðja,
Ólafur Helgi
Vargur og heiðarleg þjónusta við byrjanda
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Stórt læk á þetta!!
Hlynur og Elma eru yndisleg og eru alltaf til í að hjálpa og gefa góðar upplýsingar og hafa mikla reynslu og þekkingu og auðvitað á að hafa samband við þau ef maður er að byrja í þessu (og auðvitað bara allt frábæra fólkið hérna á spjallinu!)! Ég veit að ég á eftir að gera það þegar mitt búr fer upp
Ég er alveg fullkomlega sammála þér Ólafur
STÓRT knús á Hlyn og Elmu! ;*
Hlynur og Elma eru yndisleg og eru alltaf til í að hjálpa og gefa góðar upplýsingar og hafa mikla reynslu og þekkingu og auðvitað á að hafa samband við þau ef maður er að byrja í þessu (og auðvitað bara allt frábæra fólkið hérna á spjallinu!)! Ég veit að ég á eftir að gera það þegar mitt búr fer upp
Ég er alveg fullkomlega sammála þér Ólafur
STÓRT knús á Hlyn og Elmu! ;*
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Þau eru bara frábær, ég er svakalega ánægð með fiska og þjónustu sem maður fær hjá þeim, frábært verð og þau hafa svör við flest öllu sem maður þarf. Vildi svakalega að ég gæti verið í félaginu og komist á fundi en ég bý svo langt í burtu að það er ekki hægt.
Hlakka annars til að sjá myndir af búrinu þínu Ólafur
Hlakka annars til að sjá myndir af búrinu þínu Ólafur
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr