Langar þig að prófa LED lýsingu?
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Langar þig að prófa LED lýsingu?
Ég var að fá nokkra drivera og LED til að föndra með og datt í hug að einhver ykkar myndi vilja prófa svona nýtískulýsingu. Þetta er klárlega framtíðin í lýsingu, og ekki skemmir að maður þarf aldrei að skipta um perur. Borgar sig fljótt ef maður horfir á það þannig
Sama lýsing og ég er með á þessu búri:
Get gert svona pakka fyrir ca 10þús ef þú kannt að lóða sjálf/sjálfur. Get líka sett saman fyrir fólk fyrir smá auka pening. Svona lýsing (10-12 díóður) myndi auðveldlega ganga fyrir stærri búr, til dæmis 50, 100 og jafnvel stærra, eftir því hvaða ljósmagni þú ert að leita eftir.
Get líka hannað eitthvað í þessvegna 500 lítra búr ef áhugi er fyrir hendi. Get ímyndað mér að 30-36 díóður kæmu mjög vel út í svo stóru búri.
Ég er með LED lýsingu í rekkanum mínum, það eru 11 LED hér:
Sama lýsing og ég er með á þessu búri:
Get gert svona pakka fyrir ca 10þús ef þú kannt að lóða sjálf/sjálfur. Get líka sett saman fyrir fólk fyrir smá auka pening. Svona lýsing (10-12 díóður) myndi auðveldlega ganga fyrir stærri búr, til dæmis 50, 100 og jafnvel stærra, eftir því hvaða ljósmagni þú ert að leita eftir.
Get líka hannað eitthvað í þessvegna 500 lítra búr ef áhugi er fyrir hendi. Get ímyndað mér að 30-36 díóður kæmu mjög vel út í svo stóru búri.
Ég er með LED lýsingu í rekkanum mínum, það eru 11 LED hér:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
10þús pakkinn ætti að duga ágætlega, 10 LED. Það fer samt auðvitað eftir því hvað þú ætlar að vera með í búrinu. Ef það á að vera lítið af plöntum þá þarf ekki að vera mikil lýsing
Last edited by keli on 23 Nov 2010, 16:27, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Klárlega. Þetta kemur ótrúlega vel út, og auðvelt að búa til lausn fyrir hvaða stærð af búri sem er.Snædal wrote:LED er málið. Mikla reynslu af því að sjá það (ef svo orða) upp í vinnu og þetta er töluvert flottara. Um að gera að splæsa í þetta ef þú átt fallegt búr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 42
- Joined: 11 Jun 2010, 22:00
- Location: rvk
Það væri hægt að gera það fyrir svona 30þús. Hugsanlega minna, en það færi bara eftir því hvað þú þarft mikið ljós. Það væri lítið mál að byrja með til dæmis 24 LEDs og bæta við ef þér finnst það þurfa. Það myndi kosta um 25þús.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Þessar sem ég er með eru uþb 6500 kelvin.
Díóðurnar eru 3w, en það er ekki hægt að bera saman wattafjölda á þeim og öðrum perum - Enda eru wött mælieining fyrir orkunotkun, ekki birtu.
Díóðurnar eru 3w, en það er ekki hægt að bera saman wattafjölda á þeim og öðrum perum - Enda eru wött mælieining fyrir orkunotkun, ekki birtu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Nei það er svolítið takmarkað, en það er hægt að blanda saman litum og fleira föndur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Þessi Led ljós eru klárlega framtíðin í fiskabúrsljósum, enda mikið skrifað um þau í erlendum fiskatímaritum.
Þau eiga að eyða u.þ.b. 40% minna rafmagni og lítill sem enginn hiti frá þeim.
Þau eiga að endast í 50.000 klst, þannig að ef maður væri með slíka lýsingu kveikta hjá sér í 12 klst á sólarhring, þá myndu díóðurnar endast í rúm 10 ár.
Þetta er bara snilld.
Þau eiga að eyða u.þ.b. 40% minna rafmagni og lítill sem enginn hiti frá þeim.
Þau eiga að endast í 50.000 klst, þannig að ef maður væri með slíka lýsingu kveikta hjá sér í 12 klst á sólarhring, þá myndu díóðurnar endast í rúm 10 ár.
Þetta er bara snilld.
Ég fann noname (en ce merkta) drivera sem taka AC og eru nettir og vatnsheldir. Pantaði nokkra til að fikta með. Þeir eru reyndar ekki dimmable en annars mjög efnilegir. 670mA þannig að maður sleppur við mesta hitann frá LEDunum en fær samt hellings birtu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Myndi ekki segja 50.000klst beinlínis þar sem þetta er mjög mismunandi. Það er alla vega ekki minna en 25þús.prien wrote:Þessi Led ljós eru klárlega framtíðin í fiskabúrsljósum, enda mikið skrifað um þau í erlendum fiskatímaritum.
Þau eiga að eyða u.þ.b. 40% minna rafmagni og lítill sem enginn hiti frá þeim.
Þau eiga að endast í 50.000 klst, þannig að ef maður væri með slíka lýsingu kveikta hjá sér í 12 klst á sólarhring, þá myndu díóðurnar endast í rúm 10 ár.
Þetta er bara snilld.
Fer hreinlega eftir hvernig notkunin er. Stór LED ljós sem notuð eru til að lýsa studíó í sjónvarpi eru að duga í svona 30.000klst.
Gæti samt alveg farið upp í 100.000klst
Þessi sem ég er með eru gefin upp að eftir 50 þúsund klukkustundir (rúm 17 ár með ljósin kveikt 8klst á dag) er birtan 80% af því sem hún var þegar ljósin voru ný. Þeas á 50.000klst er birtan búin að minnka um 20%.Snædal wrote:Myndi ekki segja 50.000klst beinlínis þar sem þetta er mjög mismunandi. Það er alla vega ekki minna en 25þús.
Fer hreinlega eftir hvernig notkunin er. Stór LED ljós sem notuð eru til að lýsa studíó í sjónvarpi eru að duga í svona 30.000klst.
Gæti samt alveg farið upp í 100.000klst
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Ég var að fá slatta af díóðum og driverum í viðbót ef fleirum langar að prófa
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Hvað helduru að það kosti ca að gera led lýsingu í 720 lítra aquastibil búr ?
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Fyrir sjó þá kostar það örugglega helling.
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Það fer eftir því hvað á að vera í búrinu.. Er þetta sjór eða ferskvatn? mikið af kóröllum? Miklið af plöntum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Þetta er ferskt, fer ekki út í svona stórt sjóbúr...
Er ekki með plöntur eins og er, en vill klárlega hafa möguleikann á því að hafa þær
Er ekki með plöntur eins og er, en vill klárlega hafa möguleikann á því að hafa þær
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Ég mundi prófa svona 30 dióður til að byrja með. Það er lítið mál að gera þetta þannig að það er hægt að bæta við ef manni langar. Þetta er svolítið "hands on", þannig að þú þarft að smíða smávegis til að koma þessu fyrir. Þarft þó ekki að leggja lokið í rúst eða neitt svoleiðis. Bara skemmtilegra ef maður þarf að gera smá sjálfur
30 díóður og 3 driverar kosta 30þús.
Verð:
Driver fyrir 9-12 LED: 2400kr
Driver fyrir 2-3 LED: 850kr
LED: 800kr
Rúnnast kannski smá niður ef fólk kaupir slatta, en ég er ekki að okra á þessum ljósum og get ekki farið neðar.
30 díóður og 3 driverar kosta 30þús.
Verð:
Driver fyrir 9-12 LED: 2400kr
Driver fyrir 2-3 LED: 850kr
LED: 800kr
Rúnnast kannski smá niður ef fólk kaupir slatta, en ég er ekki að okra á þessum ljósum og get ekki farið neðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
hæhæ ég hef áhuga á LEDkeli wrote:Ég var að fá slatta af díóðum og driverum í viðbót ef fleirum langar að prófa
er með 570 akvastabil búr ferskvatns (lítill gróður) þarf að græja lok samhliða ljósunum. Sýnist á því sem þú hefur skrifað í þræðinum að þetta séu 25-30 díóður stemmir það?
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Það væri amk mjög góður byrjunarpunktur. Ég myndi samt gera ráð fyrir meiru, t.d. ef þig myndi langa að bæta við plöntum eða eitthvað svoleiðis. Með 3 driverum þá getur þú verið með 36 díóður. Þá gætir þú gert ráð fyrir 5 lengjum af ledum, en notar bara 3 til að byrja með, þannig að þú gætir bætt við 2 lengjum seinna meir ef þér svo sýndist. Þú þyrftir líklega að gera ráð fyrir einhverri loftræstingu í lokinu, t.d. viftu. Það eru til fínar viftur á lítinn pening sem heyrist ekkert í (bókstaflega).hrefnah wrote:hæhæ ég hef áhuga á LEDkeli wrote:Ég var að fá slatta af díóðum og driverum í viðbót ef fleirum langar að prófa
er með 570 akvastabil búr ferskvatns (lítill gróður) þarf að græja lok samhliða ljósunum. Sýnist á því sem þú hefur skrifað í þræðinum að þetta séu 25-30 díóður stemmir það?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Fyrir forvitna þá hef ég verið að festa þetta svona saman:
Það er hægt að nota ýmislegt sem kæliplötu, til dæmis ef maður er með állok þá er hugsanlega hægt að nota lokið sjálft með kæliplötu. Það þarf ekki endilega að nota skrúfur til að festa LEDin við kæliplötuna - einnig er hægt að fá hitaleiðandi epoxy og einfaldlega líma LEDin við kæliplötuna.
Það er hægt að nota ýmislegt sem kæliplötu, til dæmis ef maður er með állok þá er hugsanlega hægt að nota lokið sjálft með kæliplötu. Það þarf ekki endilega að nota skrúfur til að festa LEDin við kæliplötuna - einnig er hægt að fá hitaleiðandi epoxy og einfaldlega líma LEDin við kæliplötuna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Er eithvað verið að nota linsur eða er það alger óþarfi? hef sé eithvað minnst á það á erlendum forums, til að ná alla leið niður á botn og fá víðara birtu svið. Ertu bara með sömu liti af led ljósum eða hefuru eithvað fyrir nætur lýsingu líka?? (tunglskin)
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Ég er bara með hvítar díóður en get alveg reddað bláum líka. það er samt óþarfi að nota svona öflugar díóður í tunglsljós, það dugar alveg að nota litlar 5mm díóður og svo eru þær líka ódýrari.
Varðandi linsur þá þarf það venjulega ekki í ferskvatnsbúr, en í saltvatnsbúr þarf maður að fara að skoða það ef búrið er dýpra en 30-40cm. Það fer þó líka mikið eftir því hvað maður ætlar að vera með í búrinu. Ef maður setur linsur (40-60 gráðu) þá þarf maður auðvitað að hafa díóðurnar þéttari til að fá jafna lýsingu. Sem þýðir að maður þarf fleiri díóður, öflugri kæliplötu og aukinn kostnað.
Varðandi linsur þá þarf það venjulega ekki í ferskvatnsbúr, en í saltvatnsbúr þarf maður að fara að skoða það ef búrið er dýpra en 30-40cm. Það fer þó líka mikið eftir því hvað maður ætlar að vera með í búrinu. Ef maður setur linsur (40-60 gráðu) þá þarf maður auðvitað að hafa díóðurnar þéttari til að fá jafna lýsingu. Sem þýðir að maður þarf fleiri díóður, öflugri kæliplötu og aukinn kostnað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Langar þig að prófa LED lýsingu?
Ég eitthvað af díóðum ef einhverjum langar að prófa led lýsingu
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net