Rækta Gullfiska

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Rækta Gullfiska

Post by napoli »

Hæhæ .. ég er ný hérna og þetta er fyrsta umræðan mín, vonandi er ég að setja inn á rétt svæði hér :P

Ég var að hugsa, hef verið með gubby fiska áður og þeir gutu eins og óðir væru!
En ég veit að gullfiskar eru ekki gotfiskar, en er hægt að láta þá gjóta? Veit að þá koma egg.. las þessa umræðu áðan

http://aquariumfish.net/catalog_pages/g ... ish_p3.htm

Hvernig virkar þetta? Er einhver sem er fróður?

Kv. Napoli
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Þeir hrygna og þar með ekki hægt að láta þá gjóta :wink: :P . En það á víst að vera auðvelt að láta þá hrygna, en erfitt að vera nógu snöggur að ná hrognunum því að þeir éta þau ansi oft jafnóðum. Þarf að vera með hæng og hrygnu sem er víst erfitt líka að kyngreina nema að hængurinn fær hvítar bólur á svæðið þar sem tálknin eru á mökunartímanum. Það er til fullt af myndböndum á t.d. youtube sem sýna þetta. :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Post by napoli »

já ég las fullt um þetta á netinu en fékk mest megnar upplýsingarnar á ensku og frá fólki sem var með fiska í tjörnum.

hefur þú hugmynd um hversu stórt búr þeir þurfa til að hrygna?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Því stærra því betra segi ég alltaf. Þegar ég var að byrja í fiskum og var vitlaus með þetta, þá átti ég hrygnu í kúlu sem var oft að hrygna, en var ein og át þetta oftast. Gullfiskar verða stórir líka, er ekki búin að kynna mér búrstærðina á þeim enda ekki búin að vera með þá neitt mikið. Er með einn slörgullfisk með skölunum í 250 L búrinu sem ég tók við (Verður ekki þarna forever, er enn að reyna ákveða hvað ég á að gera við hann) en hef ekki verið að kynna mér þá neitt sérstaklega. Getur gúglað t.d. aquarium size for gold fish og þannig háttar.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply