Ég var að setja upp glæsilegt búr!
Það er miiiklu stærra en ég bjóst við haha .. ég er svo vön mínu 20L búri með gullfiskunum mínum
Ég setti mjög fínan ljósan sand í botninn en ég er að hugsa hvort ég hafi ekki skolað hann nógu vel því vatnið er enn frekar hvítlegt (gruggugt) eftir 7 tíma frá uppsetningu.
Ég prufaði að slökkva á hreinsidælunni til að sjá hvort það myndi jafna sig en ekkert breyttist svo ég kveikti aftur og ætla að sjá hvort þetta verði farið á morgunn, ef ekki hvað er best að gera?
Skipta bara um mest af vatninu? Ætti ég þá að setja Aqua Safe aftur ofan í vatnið? (má setja það ofan í á meðan skalarnir eru ofan í vatninu)?
NÝLIÐI í síkiliðum .. en vá hvað þeir eru fallegir
Ég fékk hjálp vinkvennana til að nefna þá
Litli hvíti heitir Techno
Zebra legi heitir Tiger Woods
Hvít, gul með svartar rendur heitir Gucci
Alveg svartur heitir Basílika
Set inn myndir við tækifæri þegar vatnsgæðin eru orðin betri!
60L Skala Búr!
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Ansi lítið búr fyrir svona marga skala, það er talað um 100 L á hvern skala, þar sem þeir verða frekar stórir. Alltaf samt gaman að fá myndir
Annars hef ég alltaf látið búrið ganga með engum fiskum í 1-2 daga ef ég get til að eimmitt, hreinsa grugg og annað sem kemur stundum með sandinum þrátt fyrir skol. Veit ekkert með þetta aqua safe dæmi, hef aldrei notast við svoleiðis enda með "notaðar" dælur við öll búr og "notaðan" sand.
Annars hef ég alltaf látið búrið ganga með engum fiskum í 1-2 daga ef ég get til að eimmitt, hreinsa grugg og annað sem kemur stundum með sandinum þrátt fyrir skol. Veit ekkert með þetta aqua safe dæmi, hef aldrei notast við svoleiðis enda með "notaðar" dælur við öll búr og "notaðan" sand.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
http://www.tjorvar.is/html/pterophyllum_scalare.html
Hér er smá um skalara, er sjálf með eins og ég sagði í svari í þræði sem þú settir í alm umræður 6 stk í 250 L og það má bara alls ekki vera minna finnst mér, og ég er að fara setja um annað 220 L fyrir eitthverja af þeim því að þeir stærstu eru farnir að verða ansi stórir og svolítið ágangsharðir á þá sem eru minni en þeir. Þetta verða ansi stórir fiskar og þurfa mikið pláss. Hann hefur kannski verið að meina að það sé í lagi á meðan þeir eru litlir en þeir stækka ansi hratt (Verða tæpir 15 cm fullvaxnir)
Hér er talað t.d. um 150 L
http://animal-world.com/encyclo/fresh/c ... elfish.php
Endilega samt koma með mynd, alltaf gaman að sjá myndir
Hér er smá um skalara, er sjálf með eins og ég sagði í svari í þræði sem þú settir í alm umræður 6 stk í 250 L og það má bara alls ekki vera minna finnst mér, og ég er að fara setja um annað 220 L fyrir eitthverja af þeim því að þeir stærstu eru farnir að verða ansi stórir og svolítið ágangsharðir á þá sem eru minni en þeir. Þetta verða ansi stórir fiskar og þurfa mikið pláss. Hann hefur kannski verið að meina að það sé í lagi á meðan þeir eru litlir en þeir stækka ansi hratt (Verða tæpir 15 cm fullvaxnir)
Hér er talað t.d. um 150 L
http://animal-world.com/encyclo/fresh/c ... elfish.php
Endilega samt koma með mynd, alltaf gaman að sjá myndir
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
það er rétt sem Agnes er að segja.
60L er allt í lagi í stuttan tíma, en þeir verða að fá stærra búr.
240L væri fint fyrir þennan fjölda.
Í svona litlu búri, þá afmyndast þeir og verða bara ljótir, uggarnir bogna og fiskarnir verða skakkir.
Eina ráðið er að fá sér stærra búr eða skipta út fiskum og fá sér aðra sem passa í þessa búrstærð.
60L er allt í lagi í stuttan tíma, en þeir verða að fá stærra búr.
240L væri fint fyrir þennan fjölda.
Í svona litlu búri, þá afmyndast þeir og verða bara ljótir, uggarnir bogna og fiskarnir verða skakkir.
Eina ráðið er að fá sér stærra búr eða skipta út fiskum og fá sér aðra sem passa í þessa búrstærð.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Skalarnir eru alltaf úti í horninu aftast á búrinu eins og þeir séu að fela sig og þeir vilja varla borða, sumir narta smá en maturinn leggst bara á botninn .. eru þeir bara í shocki?
Ég skipti um alveg 70% af vatninu í dag út af hvítu slykjunni eftir sandinn, það er mikið betra vatnið núna og ég setti Aqua Safe og Easy Balance í vatnið ..
Skil ekki afhverju þeir eru svona
Gullfiskarnir mínir eru bara ofvirkir miðað við Skalana .. eru þeir að taka aðlögunartíma?
Og eitt annað, þeir eru allir rauðir í augunum nema minnsti, eiga þeir að vera þannig?
pósta mynd á eftir!
Ég skipti um alveg 70% af vatninu í dag út af hvítu slykjunni eftir sandinn, það er mikið betra vatnið núna og ég setti Aqua Safe og Easy Balance í vatnið ..
Skil ekki afhverju þeir eru svona
Gullfiskarnir mínir eru bara ofvirkir miðað við Skalana .. eru þeir að taka aðlögunartíma?
Og eitt annað, þeir eru allir rauðir í augunum nema minnsti, eiga þeir að vera þannig?
pósta mynd á eftir!
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ætli þeir séu ekki bara að venjast búrinu og eitthvað stressaðir, bara gefa þeim smá tíma.
Skalar eru oft með rautt í augunum, bara hluti af litnum á þeim og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Gruggið fer bara með tímanum af þú hefur ekki verið nógu dugleg að skola sandinn, ætti að fara á nokkrum dögum og hægt að flýta fyrir með því að gera nokkur stór vatnsskipti.
Ég myndi annars ekkert vera að stressa mig á Aqua safe, Easy balance og þessum aukaefnum, vatnið okkar á Íslandi er fínt og það má alveg sleppa þessu þó það geri eflaust ekkert nema gott, bara skemmtilegara að kaupa sér fiska eða eitthvað meira spennandi fyrir peninginn
Skalar eru oft með rautt í augunum, bara hluti af litnum á þeim og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Gruggið fer bara með tímanum af þú hefur ekki verið nógu dugleg að skola sandinn, ætti að fara á nokkrum dögum og hægt að flýta fyrir með því að gera nokkur stór vatnsskipti.
Ég myndi annars ekkert vera að stressa mig á Aqua safe, Easy balance og þessum aukaefnum, vatnið okkar á Íslandi er fínt og það má alveg sleppa þessu þó það geri eflaust ekkert nema gott, bara skemmtilegara að kaupa sér fiska eða eitthvað meira spennandi fyrir peninginn
Re: 60L Skala Búr!
Þetta búr gengur ekki nema í nokkrar vikur þá verður þú að finna þér stærra búr undir þessa skalla. kv: Gústi
kv: Gústi
846-0606
846-0606