Vantar upplýsingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Vantar upplýsingar

Post by Toffy »

Sæl öll
við fengum okkur 1 gullfisk í gær, man nú ekki hvað tegundin heitir en Íslenska þýðingin er halastjarna. Er bara svona venjulegur appelsínugulur gullfiskur. En við eigum ekki búr, settum hann í stóran blómavasa en erum að finna annað búr, ef einhver er með búr á lausu má endilega láta okkur vita. En við erum að velta fyrir okkur hvað þarf 1 svona fiskur stórt búr? Er mögulegt að hann lifi lengi án þess að vera með dælu? Eru ekki ryksugufiskar sem borða svona skít í búrum? Búrið er ekki skítugt erum bara að velta þessu fyrir okkur...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er hálfhissa á að þið hafið fengið ykkur fisk án þess að eiga búr undir hann og kynna ykkur þarfir hans.
Comet gullfiskur getur orðið um 30 cm en verður sjaldnast stærri en 10-20 cm í búri, æskilegt er að hann hafi sem stærst búr en hann getur þó lifað ágætu lífi í 50-80 lítra búri þó hann nái líklega ekki nema 10-15 cm stærð í slíku búri við bestu aðstæður.

Það eru engir fiskar sem éta skít í búrum en til eru tegundir sem éta þörung og matarleifar, algengastir eru svokallaðir brúsknefir einnig nefndir ancistur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar upplýsingar

Post by Andri Pogo »

Toffy wrote:Sæl öll
við fengum okkur 1 gullfisk í gær, man nú ekki hvað tegundin heitir en Íslenska þýðingin er halastjarna. Er bara svona venjulegur appelsínugulur gullfiskur. En við eigum ekki búr, settum hann í stóran blómavasa en erum að finna annað búr, ef einhver er með búr á lausu má endilega láta okkur vita. En við erum að velta fyrir okkur hvað þarf 1 svona fiskur stórt búr? Er mögulegt að hann lifi lengi án þess að vera með dælu? Eru ekki ryksugufiskar sem borða svona skít í búrum? Búrið er ekki skítugt erum bara að velta þessu fyrir okkur...
Ágætt að fá sér búr á undan fiskunum :)
Annars eru þessir comet gullfiskar þeir sem verða hvað stærstir og þurfa þokkalega stórt búr, hef nú ekki mikla persónulega reynslu en ætli eitthvað í kringum 100L sé ekki nærri lagi.
Hann getur alveg lifað án dælu en þá þarf bara oftar að gera vatnsskipti og ryksuga uppúr botninum.
Ryksugafiskar éta þörung sem sest á glerið og annað í búrinu og afgangsmat sem fellur til að einhverju leiti en þeir eru svosem engin töfralausn að hreinu búri.

Bara vera dugleg/ur að skipta út 30-50% vatni 2-7 sinnum í viku meðan hann er í vasanum.
-Andri
695-4495

Image
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Sko ég á gamalt búr síðan ég átti gúbbýfiska þegar ég var yngri og dælan er einhverstaðar. En ég veit ekki hvort að það sé nægilega stórt.
Ástæðan fyrir því að við fengum fisk var bara svona skyndiákvörðun og afgreyðslukonan upplýstum okkur alveg helling en vil bara viss :D Ég átti á Gúbbý tímabilinu mínu fisk sem var kallaður ryksuga en var bara ekki viss hvað hann myndi borða úr búrinu..
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

getur mælt gamla búrið þitt, LengdXBreiddXHæð og deilt upphæðinni í 1000.
þá ættiru að fá lítratöluna.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Takk fyrir reyknisformúluna :-D
Post Reply