Er erfitt að rækta tetrur?
ef það er ekki erfitt hver er þá besta leiðin?
Er erfitt að rækta tetrur?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Kardinálar eru mjög erfiðar og er þá bara allt erfitt við það. Helsta leiðin til að kyngreina þær er að kerlingin verður stærri en karlinn. Svo til að finna pör þá er eiginlega eina sem til er í myndinni er að skoða fiskana vel og sjá þá sem eru mikið saman. Þarft svo að taka parið frá og setja í skál með möl eða einhvað á botninn og skilja eftir í algjöru myrkri. Minnir að það þurfi að hafa þau þannig yfir eina nótt og svo 2 daga fyrir hrognin að klegjast. Erfitt er að sjá eitthvað komið fyrr en eftir einhvern tíma. Þannig allt við þetta er vesen. Man ekki tímana en ég reyndi þetta án árangurs.
Það er erfitt. Ég er búinn að ná nokkrum svartneon tetrum upp og reyndar líka keisaratetrum, það var helvítis maus, en gaman.
Almennt eru þetta sömu línurnar til að fylgja með tetrur til að ná undan þeim. Mestu máli skiptir að vera með mjög mjúkt vatn, en við erum einmitt mjög heppin hér á klakanum að kalda vatnið hjá okkur er einstaklega mjúkt. Ekki nota hitaveitublandað vatn í búr þar sem þú ert að reyna að fjölga tetrum.
Hrognin eru svakalega viðkvæm, þola nánast ekkert ljós á fyrsta sólarhringnum. Eftir að þau klekjast eru seiðin agnarsmá og þegar þau eru búin með belginn þurfa þau helst infusoriu í einhverja daga áður en þau geta farið að borða nýklakta artemiu.
Annars er slatti af upplýsingum að finna um þetta á netinu.
Almennt eru þetta sömu línurnar til að fylgja með tetrur til að ná undan þeim. Mestu máli skiptir að vera með mjög mjúkt vatn, en við erum einmitt mjög heppin hér á klakanum að kalda vatnið hjá okkur er einstaklega mjúkt. Ekki nota hitaveitublandað vatn í búr þar sem þú ert að reyna að fjölga tetrum.
Hrognin eru svakalega viðkvæm, þola nánast ekkert ljós á fyrsta sólarhringnum. Eftir að þau klekjast eru seiðin agnarsmá og þegar þau eru búin með belginn þurfa þau helst infusoriu í einhverja daga áður en þau geta farið að borða nýklakta artemiu.
Annars er slatti af upplýsingum að finna um þetta á netinu.