Skrautfisksfundur verður haldinn föstudaginn 3. des kl. 20.
Fundurinn verður haldinn á heimili okkar Ingu að Safamýri 45, kjallara. Beint á móti Fram-heimilinu.
Fiskaáhugafólk sem vill kynna sér starfsemi félagsins er velkomið og getur þá gengið í félagið á staðnum ef það hefur áhuga á því.
Stefnt er að því að fara aðeins í ljósmyndun á fiskum og er fólk hvatt til að taka með sér myndavélarnar.
Þeir sem ætla að mæta vinsamlega sendið einkapóst á mig eða tilkynni það hér í þræðinum
red wrote:þarf maður að vera meðlimur til að mæta?
Já og nei... Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið en vilja fyrst kynna sér starfsemi félagsins geta mætt á fund og heilsað uppá liðið.
Maður verður þó að skrá sig og vera félagi til að halda áfram að mæta á fundi og aðrar uppákomur, fá afslætti í verslunum, aðgang að bókasafni félagsins og fleira.
Nánar hér: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1009
Ég mæti, og geng í þennan príðilega félagskap.
Er ekki eitthvað reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á? ef ég, sá/sú sem vill ganga í félagið getur lagt iðgjaldið inn á ef viðkomandi kemst ekki á fund?
Sibbi wrote:Ég mæti, og geng í þennan príðilega félagskap.
Er ekki eitthvað reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á? ef ég, sá/sú sem vill ganga í félagið getur lagt iðgjaldið inn á ef viðkomandi kemst ekki á fund?
Minni á fundinn á föstudaginn.
Ég verð með smá kynningu á fiskaljósmyndun, fer í grunnatriði stafrænnar ljósmyndunar og aðeins í myndavélastillingar og myndvinnslu með fiskaljósmyndun í huga.
Minni á fundinn á morgun.
Fyrir utan örnámskeið í fiskaljósmyndun verður meirihluti bókasafns Skrautfisks á staðnum og UV ljós félagsins ef einhverjir vilja fá lánað.