Held að þetta sé bara búið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Held að þetta sé bara búið

Post by Toffy »

Sæl öll
Alltaf eitthvað vesen á mér... En fiskurinn er eitthvað skrítinn, hann var orðinn mjög hress eftir að ég fór að meðhöndla búrið rétt og í morgun svaraði ég að hann væri mjög hress og að hann kæmi upp þegar ég spjalla við hann, en núna liggur hann næstum bara á hliðinni og hreyfir sig varla, hann andar þó ennþá, ég er búin að setja nýtt vatn, eða hluta af vatninu, gefa honum að borða, hann tók aðeins sporðakast áðan og synti smá þegar ég var að vesenast í kringum búrið, en svo liggur hann bara þarna og hreyfir sig ekkert. Hvað er í gangi með hann? ég er farin að hafa miklar áhyggjur af honum, það er eins og hann sé eitthvað veikur eða eitthvað. Ég er að bíða eftir hreynsigræju fyrir búrið, er að láta kaupa fyrir mig því það er ekki dýrabúð þar sem ég bý. En veit eiginlega ekki hvað ég get gert fyrir hann greyið. Kannast einhver við svona hegðun hjá fiskunum ykkar?
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Hann er komin með litla hvíta bletti á bakið...?
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

lestu þetta og farðu eftir leibeiningunum sem þar eru straxx

viewtopic.php?t=5736
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Mér finnst þetta samt ekki líta eins út og á myndunum ef ég google sjúkdómin, er að setja mynd inn í tölvuna og ætla að senda inn svo þið getið séð, en er annars tilbúin með saltið ef þetta er þetta sem er að.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

þarna stendur ,byrjar á baki og uggum.

það á að vera í lagi að salta og hækka hitan þó svo að það sé bara grunur um hvítblettaveiki..

better safe than sorry :wink:



kveðja
Erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Image
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Sjáið blett ofan á höfðinu á honum svo eru eins á bakinu sem sjást ekki vel á þessari mynd.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Setur þú nokkuð bara kalt vatn í búrið þegar þú skiptir um vatn ?
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Nei set volgt vatn
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

Image
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Setti salt og hækkaði hitastigið, verð bara að sjá til hvað gerist... Hann er allavega ekkert sérlega hress greyið...
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Hann er dáinn ;( er allavega hættur að anda og liggur bara á botninum og hreyfist ekkert
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara reyna aftur :) alltaf einhver afföll í fiskum.
Mæli þá með aðeins stærra búri, það er svo erfitt að halda vatni góðu þegar búrið telur bara nokkra lítra, sveiflurnar verða svo miklar á stuttum tíma.

Mæli t.d. með Tetra 30L fiskabúri, kostar ~12-13þ, hitari, hreinsidæla og ljósabúnaður fylgir. Er með eitt svona í vinnunni og er mjög ánægður með það.
Já eða bæta 3þ kr við og stækka í 60L Rena með öllu.
Last edited by Andri Pogo on 02 Dec 2010, 19:37, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Hvar fær maður þannig búr? Búrin sem ég var að skoða eru svo dýr?
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Fann það, gaeludyr.is hvernig er samt að hafa eins og 2 fiska í þannig búri? kannski minni fiska, langar samt ekki í gúbbýfiska
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Vargur er líka með búr á mjög góðu verði :)

http://petshop.is/category/products/category_id/15
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Takk, vissi ekki af þessari búð :D
Post Reply