Málin á búrinu 148Lx62Hx62,6B. Var að spá að nota 12mm gler og reikna með 3mm svörtu kítti.
Allt unitið verður 150Lx132Hx64B sjón glerið verður 54cm og 8cm hattur.
Eftir að hafa verið að skoða þræðina hérna varð ég að henda þessu upp í SketchUp.

Var að spá að setja 5cmx12mm gler renninga uppi og niðri til að styrjka búrið ( ráð vel þeginn ). Svo kemur 3cm plata undyr búrið og ofan á stoðinar. Ásamt plötu fyrir sumpinn inn í skápnum.

Þetta er svona pælingin á heildar myndinni. Verð með 3hurðir.
Ætla að smíða eða kaupa sump fyrir þetta. Hef aldrei verið með sump en er buinn að vera skoða þetta svona aðeins. Vill bara hafa hann hljóðlátann. Málin sem ég var að spá í fyrir sumpinn eru 90x45x45. Svo var ég að spá í 3 filterhólfum. Ég verð með Amerikusikliður í búrinu svo öll ráð með filter efni og svona eru vel þeginn.
Ég er ekki alveg buinn að ákveða hvernig ég ætla að klæða skápinn. Er samt búinn fá nokkrar góðar hugmyndir héðan

Svo var ég að spá hvað er besta kíttið í þetta ?
Svo þarf maður nátturlega að lakka þetta allt að innan upp á uppgufun frá sumpinum, eitthverjar uppástungur á góðri rakavörn í það ?
Svo er það sumpurinn, en allavega öll ráð og athugasemdir vel þegnar. Svo væri ég til í að vita hversu hratt rensli ég ætti að hafa i gegnum sumpinn?
Er heldur ekki búinn að ákveða hvernig lokið verður

Endilega sendið mér góða linka og svona.