Búrið eins og það lítur út í dag (afsakið stórar myndir)
Búrið í heild sinni

'Centrum'

'Brooklyn'

"Big Mama"

Íbúarnir 31:
1x Cynotilapia afra "Hai Reef"
3x Labidochromis caeruleus "Yellow Lab"
3x Melanochromis cyaneorhabdos "Maingano"
2x Melanochromis johannii (par) + eitt seyði
1x Neolamprologus brichardi [Tanganyika]
1x Neolamprologus brichardi - Albino [Tanganyika]
2x Pseudotropheus demansoni
3x Pseudotropheus socolofi + eitt seyði
5x Pseudotropheus kingsizei
4x Pseudotropheus acei
2x Gibbar ["Big Mama" og Agent "Gibbz"]
Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er gróðurinn hjá mér. Ég fékk nokkur búnt af góðri sem er sett upp eins og á myndinni. Er með Valisneria "Risa" spiralis, aftast og við miðju. Svo við miðju og framarlega í búrinu er ég með Sagittaria subulata og Sagittaria plattiphylla sem ég fékk spes fyrir sikíðurnar því það á víst að vera svo mikið óbragð af þessum gróðri að fiskarnir hafa hreinlega ekki lyst á honum.
En þegar ég var að planta í búrið var ég með svo mikið af gróðri að ég ákvað að skipta því drengilega milli annars búrs sem ég er með 70L gúbbí búr. Það sem ég er að velta fyrir mér er að 'opna svæðið' fremst í búrinu er soltið góðursettur af plöntu sem ekki nær mikilli hæð heldur dreifir hún sér frekar í gegnum ræturnar (hálfpartinn eins og grös eða þannig). Vilja siklíðurnar hafa 'opin vígvöll' í búrinu?
Kingsizei-arnir mínir, hafa verið að aðstoða mig við að innrétta gróðurinn með því að grafa hjá einstaka plöntum þannig að ræturnar lostna og fljóta upp hjá mér sem er allt í lagi því ég treð þá bara meira í gúbbí búrið í staðinn. Svo það lýtur kannski ekki allveg eins gróðrað eins og er á myndunum. Held að þeir séu búnir að taka 4-5 plöntur uppúr en annað virðist vera í lagi - og allir sáttir.
Ástæðan fyrir því að ég setti góður er að ég fékk mér þetta svakalega stóra búr hjá Fiskabúr.is og hreinlega mjög stoltur af en ég fann fyrir svo miklum tómleika eftir að ég var búinn að safna mér nokkrum íbúum. Er ég að fara illa með uppsetninguna á búrinu? (ó-raunveruleg heimkynni?)
Svo langar mig að svo mikið að vita, þegar maður er með nokkrar tegundir saman (eins og ég), hvort ég eigi minni eða meiri möguleika til að fá fiskana til að eignast afkvæmi eða ekki?
Með von um góðar móttökur og mikið af jákvæðum og neikvæðum kommentum.