
Í rekkanum eru 4x85L búr, en hægt er að taka milliglerin úr öðru eða báðum búrum þannig að hann gæti líka verið 2x170L já eða 1x170L & 2x85L...
Búrin eru boruð að aftan þannig að það er minna mál að tengja búrin saman við sump eða afrennsli ef áhugi er fyrir því.
Ég kíttaði hins vegar glerbúta fyrir götin.
Bakglerin eru máluð blá.
Rekkinn sjálfur er heimasmíðaður, snyrtilegur og hvítmálaður með rakaþolinni málningu.
Málin á honum eru 92x50x161 (lengdxbreiddxhæð)
Nýr ljósabúnaður frá Flúrlömpum er yfir búrunum, 18W T8.
Dökk möl er í búrunum en enginn dælubúnaður fylgir, ég er að nota stóra loftdælu á filterbox í öllum búrnum en ég mun nota það í annað.
Hérna er hægt að sjá myndir af rekkanum í smíðum:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=25&t=10991
ekkert mál að koma að skoða.
Hér er mynd af honum áður en búrin fóru í notkun:

Verð: 30þ