Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
hrefnah
Posts: 44
Joined: 27 Nov 2010, 20:55

Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Post by hrefnah »

Ég keypti mér 200 L juwel fiskabúr með íbúum í. Það fylgdi aftur á móti ekki sögunni hvaða tegund þeir væru.

Ég er búin að skoða hálft internetið og datt niður á þessa síðu og sé að hérna eru atvinnu áhugamenn :)

Image

Image

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
hrefnah
Posts: 44
Joined: 27 Nov 2010, 20:55

Post by hrefnah »

já og svona lítur búrið mitt út :)

Image

Íbúaar:
stór ryksugufiskur
3 litlir ryksugufiskar
4 gúbbí karlar
2 gullfiskar
2 litlir fiskar sem ég veit ekki hvað heita

er samt ekki nógu ánægð með það væri alveg til í ráðleggingar... aðra íbúa? gróður?

annað sem ég er ekki klár á er lýsingin ein peran er svona blacklight sem fylgdi með búrinu og hina keypti ég bara útí búð er það í lagi?
hrefnah
Posts: 44
Joined: 27 Nov 2010, 20:55

Post by hrefnah »

já ég var búin að sjá þessa síðu

eru litlu ryksugufiskarnir kannski Ancistrus?

var ekki alveg viss með þennan stóra... er hann kannski pleggi?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

hrefnah wrote:
já ég var búin að sjá þessa síðu

eru litlu ryksugufiskarnir kannski Ancistrus?

var ekki alveg viss með þennan stóra... er hann kannski pleggi?
Efstu myndirnar þrjár eru vafalaust Ancistrus, en hér á spjallinu eru snillingar sem svara þessu ábyggilega von bráðar betur en ég.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

efsta myndin af stóru ryksugunni er pleggi, hypostomus plecostomus. Hinar eru ancistrur / bristlenose pleco / brúsknefur. Bæði karlar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
hrefnah
Posts: 44
Joined: 27 Nov 2010, 20:55

Post by hrefnah »

vá. ég þakka kærlega skjót svör sibbi og keli :)
keli wrote:efsta myndin af stóru ryksugunni er pleggi, hypostomus plecostomus. Hinar eru ancistrur / bristlenose pleco / brúsknefur. Bæði karlar.

en hvort er plegginn kvk eða kk?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ekki hægt að sjá kynjamun á pleggum
hrefnah wrote:
er samt ekki nógu ánægð með það væri alveg til í ráðleggingar... aðra íbúa? gróður?

annað sem ég er ekki klár á er lýsingin ein peran er svona blacklight sem fylgdi með búrinu og hina keypti ég bara útí búð er það í lagi?
Annars myndi ég persónulega skipta skrautinu út fyrir eitthvað náttúrulegara, t.d. rætur eða fallegt grjót og lifandi gróður.
Ég hef ekki heyrt um að það séu notaðar blacklight perur í fiskabúrum, er varla að gera mikið?
Það er ágætt að kaupa perur sem heita daylight, mér finnst það persónulega fallegast, líka oft notaðar saman 1 daylight og 1 warmlight. Það kemur t.d. þannig standard með nýjum Juwel búrum.

Svo er yfirleitt ekki mælt með að hafa gullfiska með öðrum tegundum þó það sé oft í góðu lagi, bara smekksatriði. Gullfiskar þola vel sama hita og "tropical" fiskar þó einhver eigi örugglega eftir að segja að gullfiskar eiga að vera í kaldara vatni :)
Þú finnur bara hvaða fiska þér finnst skemmtilegir/áhugaverðir.
Mér finnst það óspennandi nýting á búri af þessari stærð að hafa gúbbí og gullfiska en það er kannski bara ég :)
Gott að skoða www.fiskabur.is til að fara í gegnum fiskategundirnar.
200L bjóða uppá ansi margt, en reyndar er búrið þitt 180L eða 240L, það eru stærðirnar sem koma frá Juwel.
-Andri
695-4495

Image
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Post by napoli »

GEÐVEIKT búr.. elska kastalann!
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég verð að segja að þessi kastali er mjög flottur. Samt finnst mér fallegar lifandi plöntur alltaf flottastar.
User avatar
Van-Helsing
Posts: 37
Joined: 30 Aug 2008, 19:18

Re: Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Post by Van-Helsing »

Getur ekki verið að þetta sé Pterygoplichthys gibbiceps
Image
Hver er munurinn á Plegga og Gibba ?
720l Aquastabil búr, 130l búr, 100l búr, 30l búr...
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Post by Elma »

það er búið að svara því hvaða fiskur þetta er þarna á fyrstu myndinni.
Það er Pleggi.

Það er einhver útlits og stærðar munur og mynstrið er ekki alveg eins.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Post by Gudmundur »

einfaldast að þekkja þá á bakugganum þegar fiskarnir eru stórir gibbinn með stórt segl plegginn með venjulegan
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
bine
Posts: 72
Joined: 15 Jan 2008, 13:13

Re: Hvað tegund eru fiskarnir mínir?

Post by bine »

Van-Helsing wrote:Getur ekki verið að þetta sé Pterygoplichthys gibbiceps
Image
Hver er munurinn á Plegga og Gibba ?
Jú þetta er Pterygoplichthys gibbiceps eða Gibbi. Gæti þó verið pardalis en allavega Pterygoplichthys (þarna á fyrstu myndinni) :)
Hver er munurinn á plegga og gibba?
Gibbi er bara íslensk stytting/þýðing á Pterygoplichthys gibbiceps.
Pleggi er að mér sýnist notað sem stytting/þýðing á hypostomus plecostomus. Ég nota það hins vegar sem þýðingu á pleco sem er einhverskonar samheiti yfir alla þessa fiska sem heita í raun Loricariidae. (veit ekki hvort ég sé einn um það).
Það er mjög auðvelt að þekkja í sundur Pterygoplichthys og hypostomus á bakugganum. Þú getur talið beinin(rays).
hypostomus er með 8 en Pterygoplichthys meira en 10.
Hins vegar held ég að það sé mjög algengt að þeim sé ruglað saman.
Post Reply