Aðstoð

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Aðstoð

Post by EG-JAH »

Mig vantar aðstoð áður en ég gefst hreinlega upp á fiskeldinu. Fyrir nokkrum mánaðum startaði ég 54 l búri og bætti smám saman í það 12 gúbbýum (frá mörgum mismunandi seljendum), 2 Ancistum og 7 kardinálum. Til að gera langa sögu stutta þá hafa allir mögulegir sjúkdómar komið upp hjá gúbbífiskunum og þeir hafa drepist í umvörpum þó að aldrei sjái neitt á hinum tegundunum. Þessa stundina er 3 gúbbýar veikir, 2 karlar (annar kom í búrið fyrir viku) sem hanga ofan á dælunni og annar orðinn rauður á endanum á slörinu og svo kerling sem er með rauðan blett á hliðinni, hreistrið stendur út og hún virðist hafa tútnað út - þau eru nú í aukabúri í lyfjagjöf sem mun sjálfsagt ekki virka og þau drepast fljótlega. Þá verða eftir 3 gubbýfiskar og svo auðvitað hinar tegundirnar sem ég hélt að væri viðkvæmari. ..... Já og svo gleymdi ég þessum ca. 60 seiðum sem hafa fæðst, af þeim eru 2 á lífi.

Getur einhver gefið mér góð ráð, hvað á ég að gera? Hvað getur skýrt þetta? Hvernig stendur á því að þær tegundir sem eiga að vera viðkvæmari láta ekkert á sjá?? Ég bara skil þetta ekki??!?!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Aðstoð

Post by keli »

Þetta er mín reynsla með gúbbía - þeir eru bara ekkert einfaldir eða léttir. Þeir eiga mjög auðvelt með að grípa allar pestir og drepast mjög auðveldlega. Ég mundi ekkert vera að spæla mig á þessu og fá þér bara einhverja aðra fiska í staðinn.

Hvað skiptirðu oft um vatn í búrinu og hvað skiptirðu um mikið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Re: Aðstoð

Post by EG-JAH »

Takk fyrir svarið. Vatnsskipin eru ca. 20% aðra hverja viku og ég læt einhverja dropa með í hvert sinn sem eiga að stabilisera vatnið. Með hvaða fiskum myndir þú mæla með í samneyti við hina sem eftir eru?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Aðstoð

Post by Andri Pogo »

20% aðra hverja viku eru frekar lítil vatnsskipti, myndi taka 50-60% í staðinn eða 30% vikulega t.d.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Aðstoð

Post by Elma »

EG-JAH wrote: Þessa stundina er 3 gúbbýar veikir, 2 karlar (annar kom í búrið fyrir viku) sem hanga ofan á dælunni og annar orðinn rauður á endanum á slörinu og svo kerling sem er með rauðan blett á hliðinni, hreistrið stendur út og hún virðist hafa tútnað út
öll þessi einkenni benda til þess að vatnið sé slæmt í búrinu.

Kerlingin sem er túttnuð út og með hreistrið út í loftið er með dropsy.
En einkennin á körlunum benda til amoniak eða nitrað eitrunar í vatninu.

Sem sagt: skipta oftar um vatn, eins og Andri sagði.
ryksuga kannski botninn í leiðinni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Re: Aðstoð

Post by EG-JAH »

Takk fyrir þetta, búin að ryksuga og skipta út helmingin af vatninu. Þrír gubbýar eru dauðir síðan í gær og tveir orðnir veikir í viðbót. Gott væri að fá ráð um harðgera fiska sem sniðugt væri að setja í búrið með kardinálum og Ancistum - þ.e. ljóst að gubbý-eldið verður lagt á hilluna ....
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Aðstoð

Post by Elma »

Maður er líka ekkert að "rækta" gubby í 54L búri :)
Maður þarf nokkur búr.
og þeir eru orðnir svo viðkvæmir (búið að rækta þá svo mikið) að það má ekkert út af bregða.
Ég á reyndar guppy sem eru harðgerðir,
keypti mína fyrir nokkrum mánuðum og þeir eru enn lifandi.
Ætli það sé ekki bústærðinni að þakka. (130L)
Skipti líka reglulega um vatn og er með fáa í hverju búri.
En mæli með platy, því að þú ert með frekar lítið búr.
Platy verða ekki mjög stórir og það eru til margir fallegir litir og þeir eru harðgerðir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply