Nýr fiskaeigandi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Frk Gullfiskur
Posts: 14
Joined: 13 Jan 2011, 12:21

Nýr fiskaeigandi

Post by Frk Gullfiskur »

Ég var að fá mér fiska í fyrsta sinn og er því byrjandi í þessum málum.
Ég er komin með 6 gullfiska í 80L búr og fer svo í dag að fá mér 2 ryksugufiska.

Hvernig gróðri mynduð þið mæla með í búrið og hvað gæti ég komið mörgum gullfiskum í viðbót fyrir í búrinu....án þess að valda þeim óþægindum?
80 lítra búr
5 perlu gullfiskar
1 svartur moor
3 brúsknefir
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by igol89 »

Það er mælt með sirka 1cm af lengd fisks á móti 1 lítra
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by Vargur »

Ég held að 6 gullfiskar sé orðið ágætt í 80 lítra búr.
Þú þarft að fá þér stærra búr fljótlega eða fækka fiskunum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by keli »

igol89 wrote:Það er mælt með sirka 1cm af lengd fisks á móti 1 lítra
Þetta er bull.

Fjöldi fiska í búr fer algjörlega eftir því hvaða fiska um ræðir. Myndir þú til dæmis setja fjóra 20cm fiska í 80 lítra búr?



Fröken Gullfiskur. 6 gullfiskar og 2 ryksugufiskar (passaðu að fá þér brúsknefi, ekki plegga eða gibba) ættu að vera í lagi í þessu búri. Passaðu bara að skipta reglulega um vatn (til dæmis 30% á 1-2 vikna fresti) og þetta ætti að ganga stóráfallalaust fyrir sig. Athugaðu líka að meiri vatnsskipti eru alltaf betri. Þú átt aldrei að þurfa að tæma búrið alveg, bara skipta um hlut af vatninu og ryksuga botninn. Passaðu líka að vatnið sem fer í búrið sé jafn heitt og það sem er í búrinu.

Ég myndi ekki bæta við fleiri fiskum en þetta í búrið.


Varðandi plöntur þá eru gullfiskar frekar mikið fyrir að narta í þær þannig að t.d. javaburkni eða anubias væru líklegastar til að endast í búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Frk Gullfiskur
Posts: 14
Joined: 13 Jan 2011, 12:21

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by Frk Gullfiskur »

Ég er að fá mér tvo Brúsknefi 2-3 cm

Takk fyrir þessar upplýsingar :)
80 lítra búr
5 perlu gullfiskar
1 svartur moor
3 brúsknefir
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by malawi feðgar »

Told you so :-)
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Frk Gullfiskur
Posts: 14
Joined: 13 Jan 2011, 12:21

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by Frk Gullfiskur »

Jebb þú ert kóngurinn :) En hey það er ekkert að því að leita annars álits ;) Svo var ég alltaf búin að segja þér að búrið væri 50L, sem var rangt.
80 lítra búr
5 perlu gullfiskar
1 svartur moor
3 brúsknefir
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: Nýr fiskaeigandi

Post by Svavar »

Velkomin í físka hobbýið, risa valensneria eða kanski sverðplanta gæti gengið með gullfiskunum, þeir eru jú þannig gerðir að þeir róta mikið í botninum og éta margar plöntutegundir þannig að það eru helst þessar stórgerðu sem þeir láta nokkun vegin í friði. passaðu þig nú á að troða ekki og mörgum fiskum í búrið því það er alltaf hætta á að þú fáir einhverjar pestar ef þregnslin eru og mikil.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply