Ég kom heim úr vinnunni í dag í rafmagnslausa íbúð, ég tékkaði á timernum á fiskabúrinu og komst þá að því að búrið var búið að vera rafmagnslaust í um 8 tíma
Ég geri mér grein fyrir því að öll bakteríuflóran í dælunum er væntanlega dauð. Er byrjaður að skipta í búrinu og geri sennilega um 50% skipti í dag.
Hverju mæliði með í framhaldinu? Í búrinu sjálfu er náttúrulega hellingur af rótum, plöntum og þessháttar sem geyma væntanlega slatta af flóru sem vonandi hefur lifað af.
Ætli ég sleppi með að skipta duglega í dag, svo aftur eftir 2-3 daga og aftur eftir svipaðan tíma? Ætli það þurfi að cycla búrið alveg upp á nýtt?
Djöfull er ég ógeðslega pissed yfir þessu
Rafmagnslaust :(
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Rafmagnslaust :(
Ég myndi persónulega ekkert vera að stressa mig á þessu, bara þrífa tunnudæluna og skella aftur í samband. Það ætti að vera næg flóra í mölinni.
Ég hef flutt stóra búrið tvisvar og það var slökkt á tunnudælunum í nokkrar klst á meðan og ég þreif ekki einu sinni tunnudælurnar á nýja staðnum. Fékk þau ráð á þeim tíma að flóran myndi ekki drepast á nokkrum klst.
Ég hef flutt stóra búrið tvisvar og það var slökkt á tunnudælunum í nokkrar klst á meðan og ég þreif ekki einu sinni tunnudælurnar á nýja staðnum. Fékk þau ráð á þeim tíma að flóran myndi ekki drepast á nokkrum klst.
Re: Rafmagnslaust :(
En dælurnar voru lokaðar allan tímann og vatnið í þeim hefur ekkert hreyfst, er það ekki fljótt að verða alveg súrefnislaust þannig og allar bakteríur dauðar í framhaldinu?
Ég hefði ekki jafn miklar áhyggjur ef ég hefði getað opnað dælurnar og látið lofta um.
Ég hefði ekki jafn miklar áhyggjur ef ég hefði getað opnað dælurnar og látið lofta um.
Re: Rafmagnslaust :(
Ég hef nú lent í svona rafmagnsleysi líka og þegar að það kom á aftur ká kom það bara aftur og ég gerði ekki neitt en vatnskipti eru bara að hinu góða en dælan ætti nú ekki að fara til and...... en þú getur tekið hana og skolað með volgu ef þú sefur betur. það skaðar ekki, en bakteríuflóran í búrinu ætti að starta þessu aftur. en stressaðu þig ekki of mikið