Ég fékk skala að gjöf fyrir ca. 2 mánuðum í búr sem hentaði kannski ekki beint fyrir hann. Þetta er e-ð um 100L búr og fyrir voru Tígris barbi og fiskur sem ég held að gæti verið Eastern Rainbow fish, en ég er frekar ný í þessu svo ég veit ekki hvort það sé rétt. Ég var svo græn að ég hélt að það væri ekki neitt vandamál að eiga fiskabúr (nema auðvitað að skipta um vant og fóðra) en þetta er töluvert meira vesen en ég gerði ráð fyrir...
Ég fór að taka eftir fyrir nokkrum dögum að skalinn er kominn með eitt gat (sem betur fer lítið) á skrautið sem er undir maganum og rispur á báðar hliðarnar - öðru megin tvær langar rendur en hinu megin doppur. Ég hef ekki orðið vör við nein slagsmál í búrinu.
Gætu þetta verið áverkar eftir hina fiskana? Ef ekki, hvað þá? Og ef svo er, hvað á ég að gera?
P.s. ég er búin að útiloka hvítblettaveiki á hliðunum, þetta eru meira eins og skinnið sé ekki á heldur en korn/hrúður.
Særður skali?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Særður skali?
gaeturu nokkud komid med mynd
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Særður skali?
Þetta er reyndar mjög léleg mynd, en hún verður að duga.
Last edited by fiskur100 on 04 Feb 2011, 17:54, edited 1 time in total.
Re: Særður skali?
Tígrisbarbarnir eru að djöflast í honum, ganga af honum dauðum á endanum.
Re: Særður skali?
Eru bara þessir þrír fiskar í búrinu?
Myndi taka tígrisbarban upp úr.
Tígrisbarbar eru skaðræðisfiskar, þurfa að vera margir saman og í stóru búri.
Þeir eiga það til að narta endalaust í aðra fiska.
Myndi segja að þeir ganga bara með öðrum barbategundum og tetrum. (og öðrum hraðsyndum tegundum)
Allavega ekki slör miklum og hægsyndum fiskum.
Myndi taka tígrisbarban upp úr.
Tígrisbarbar eru skaðræðisfiskar, þurfa að vera margir saman og í stóru búri.
Þeir eiga það til að narta endalaust í aðra fiska.
Myndi segja að þeir ganga bara með öðrum barbategundum og tetrum. (og öðrum hraðsyndum tegundum)
Allavega ekki slör miklum og hægsyndum fiskum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Særður skali?
Eftir að hafa fylgst með búrinu í LANGAN tíma komst ég að því að það er þessi fiskur sem var að pynta skalann, veit einhver hvaða tegund þetta er? Og er einhver sem hefur áhuga á að fá hann?
Re: Særður skali?
Og ég tók skalann í burtu strax, því þá ég var ekki 100% viss um hvor þeirra væri sökudólgurinn..
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: