Skrautfiskur - félag fiskaáhugafólks hefur ákveðið að selja UV ljós félagsins til að fjármagna kaup á öðru sem hentar betur í þá notkun sem því er ætlað.
Skrautfiskur lánar félagsmönnum ljósið án endurgjalds til að eiga við tímabundin þörunga- og/eða bakteríuvandamál og ætlar félagið að kaupa minna ljós sem fer beint ofan í fiskabúrið. Þetta ljós hentar ekki jafn vel til að lána mörgum þar sem þetta ljós á að tengja við tunnudælu eða powerhead og fólk sem er að fá ljósið lánað er ekki endilega til í að klippa dæluslönguna sína í sundur. Einnig er þetta ekki mjög hentugt í minni búr sem hafa ekki tunnudælu.
Þrátt fyrir að félagið sé að skipta yfir í aðra gerð er þetta mjög gott ljós en hentar betur að hafa það tengt inn á eitt búr (eða tjörn).
Ljósið er TMC Pondclear UV8 með 14W peru sem afkastar allt upp í 2275 lítra flæði á klukkustund, og er ætlað fyrir tjarnir upp í 5450 lítra stærð. Þetta er því mjög gott ljós í tjarnir eða stærri fiskabúr og félagið hefur góða reynslu af því.
Peran á að duga í 7000klst og er kannski notuð í um 500klst.
Fyrir þá sem ekki vita hvað UV ljós gerir eru UV ljós notuð í fiskabúrum og tjörnum til að eyða þörungi (grænu vatni), sníkjudýrum og bakteríum sem fljóta um í vatninu.
Með notkun UV ljóss helst vatnið því tært og hættu á sníkjudýrum og bakteríusýkingum er haldið í lágmarki.
Ólíkt mörgum lyfjum er notkun UV ljóss alveg hættulaus fiskum og gróðri.
Verð: 12.000kr
Ljósið er staðsett hjá mér í Safamýrinni.
Gott UV ljós til sölu - SELT
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: