Okei, :D

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Okei, :D

Post by margreterla »

First of all.. vil ég byðjast afsökunar ef að ég er ekki að pósta þræðinum í réttann dálk.
Og afsakið fyrirfram með lélega stafsettningu :)

Allavena..

Það er svoldið síðan að ég var í fiskaheiminum og seldi búrið mitt.
Misti allann áhuga fyrir þessu því að ég gat ekki haft búrið mitt sem ég flutti.. var ekkert pláss..
þaðan er ég flutt burt og er búin að kaupa mér 90 lítra búr
Ég er búin að gleima öllu sem tengist þessu og þarf ég að fá leiðsögn að nýju..
bara basic..

Hvernig starta ég öllu..
hvað á ég að láta búrið ganga lengi áður en ég set fiska í það ?
Hvernig geri ég 90 lítra búr flott.. og með hverju eruði að mæla með í það.
Langar í síkilíður en ég veit að flestar þeirra þurfa 400+
Gæti ég haft littlar síkilíður í þvi og hvað þyrfi ég þá oft að skifta um fiska ca ?

endilega smellið öllum ykkar fróðleik á kellinguna sem að ég þarf að vita..


P.s Ef einhver á einhvað fiskadót gefins er ég manneskja sem að myndi vilja það :D
s.s sem passar í mitt búr.. vantat ALLT meirisegja sand í búrið nema auðvitað dælubúnað OSFRV..
þakka ykkur innilega mínir ástkæru fiskaspjalls meðlimir :)

- Margrét Erla sem kann ekki og man ekki neitt lengur ! Wúbbídú :D
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Re: Okei, :D

Post by margreterla »

Ah,, ég sé núna.. hefði kannski átt að pósta þessu í Aðstoð ?
einhverneginn fór það alveg framhja mér þegar ég var að gera þetta..
Ég leytaði nokkrum sinnum yfir.. svo fyrirgefiði..
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Okei, :D

Post by Andri Pogo »

færði þetta í aðstoð

Annars hef ég ekki verið að stressa mig of mikið á að koma búrum vel af stað áður en fiskar fara í það.
Hef leyft því að ganga í svona sólahring og bæta svo bara rólega í það. Best er þó ef hægt er að láta dæluna ganga í öðru búri áður svo flóra sé komin í hana þegar hinu er startað.

Ég kíki alltaf á www.fiskabur.is og skoða þar fiska þegar ég er að spá í fiskum í einhver búr, annars held ég að þetta bjóði bara uppá minni síkliðutegundir, kribba, dvergsíkliður, kuðungasíkliður, kannski litlar Tanganyika?, demantasíkliður. (vorum að setja nokkrar þannig í 130L búr áðan sjálf)...

en það koma kannski aðrir með eitthvað gáfulegra en ég :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Re: Okei, :D

Post by margreterla »

Andri Pogo wrote:færði þetta í aðstoð

Annars hef ég ekki verið að stressa mig of mikið á að koma búrum vel af stað áður en fiskar fara í það.
Hef leyft því að ganga í svona sólahring og bæta svo bara rólega í það. Best er þó ef hægt er að láta dæluna ganga í öðru búri áður svo flóra sé komin í hana þegar hinu er startað.

Ég kíki alltaf á http://www.fiskabur.is og skoða þar fiska þegar ég er að spá í fiskum í einhver búr, annars held ég að þetta bjóði bara uppá minni síkliðutegundir, kribba, dvergsíkliður, kuðungasíkliður, kannski litlar Tanganyika?, demantasíkliður. (vorum að setja nokkrar þannig í 130L búr áðan sjálf)...

en það koma kannski aðrir með eitthvað gáfulegra en ég :mrgreen:

Okei..
hvað eru Kribbar :p ?
og hvað eru kuðungasikilíður.. ?
mig langar rosalega í frontosur þær eru of stórar er það ekki ?
Mér lýst helvíti vel á demantasíkliðurnar.. Meiga þær vera með Dvergunum ?

Og aftur vil ég byðjast afsökunar á hversu lítið ég veit !
Og þakka fyrir alla aðstoð !
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Okei, :D

Post by Ási »

ég á fullt af kribbum eða 5 stk 2kk og 3kvk
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Okei, :D

Post by Andri Pogo »

kíktu á heimasíðuna sem ég minntist á, veldu fiskar, og svo síkliður... þá geturu séð hvað er hvað.
Frontosur eru alltof stórar.
Demantasíkliður eru bestar í sérbúri, geta verið mjög aggressívar.

annars engin ástæða til að biðjast afsökunar á þekkingarleysi, allir byrja einhverstaðar
-Andri
695-4495

Image
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Re: Okei, :D

Post by margreterla »

Vá kribbar eru ekkert smá flottir..var einmitt buin að vera að skoða síðuna en fann aldrei þessa kribba haha.. en svo fór ég að lesa betur og sá þetta :)
hvað viltu fá fyrir þær ?
Með hverjum meiga þær vera.. :oops:

Takk fyrir að dæma mig ekki að vita ekkert :D !
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Okei, :D

Post by Ási »

það sem ég veit er að þeir eru friðsælir fiskar passa seyðin sín mjög vel geta verið í samfélagsbúri veit ekki meira enn vill fá 2500kr fyrir allar fimm
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Okei, :D

Post by Elma »

já, kribbar eru fínir á meðan þeir eru ekki með hrogn og seiði :)
Mjög fallegir líka.
Halda sig við botninn, en eru ekki hrifnir af öðrum botnfiskum (ancistrur, corydoras)
Ancistrurnar eru samt svo harðar að sér að þær finna lítið fyrir því þegar kribbarnir eru
að atast í þeim.
Geta verið með flestum samfélags fiskum, t.d sverðdrögum,platy, tetrum, börbum.
Éta samt öll gotfiskaseiði sem koma, einhver geta sloppið ef búrið er vel gróðursett.
Par í 90L búr er fínt.
Of mikið að vera með 5 fiska í þessari búrstærð.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Re: Okei, :D

Post by margreterla »

get ég SS bars haft 2 fiska í öllu búirnu ! :O
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Okei, :D

Post by Elma »

meinti, að það væri of mikið að hafa fimm kribba í þessari búrstærð,
af því að Red var að bjóða þér fimm kribba.
og ég sagði að par af kribbum væri alveg nóg.
gætir örugglega haft 10-20 smáfiska í búrinu, plús kribbaparið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply