Ég var að fá mér eina gára stelpu um daginn. Hún er eins árs og var virkilega taugaveikluð þegar ég fékk hana.
Var nú bara að spá í hvort það sé einhver möguleiki á að venja hana á fingur og ef svo er, hvernig ég færi að því (svona í grófum dráttum).
Svo er það annað,.. má ég ekki alveg gefa henni niðurskorið epli td til að auka fjölbreitnina í mataræðinu?
Eru kominn næstum aldar fjórðungur síðan ég átti gára síðast. Og þeir voru svo gæfir og góðir.
Vonazt að það sé einhver þarna úti sem veit eitthvað meira um þessi mál en ég
