Gróður næring

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gunnikef
Posts: 281
Joined: 01 Mar 2008, 10:42
Location: keflavik

Gróður næring

Post by gunnikef »

hi eg var að velta fyrir mer hvort að það sé hægt að búa til heima tilbúna gróður næringu veit eitthver nokkuð um það ?
gunni
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Gróður næring

Post by Sven »

http://www.aquariumfertilizer.com/

Ég hef ekki keypt plöntunæringu í mörg ár, pantaði mér svona og er enn að nota það :)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Gróður næring

Post by Ólafur »

Sæll Sven

Er ekki alveg að skilja þetta en er forvitin. Eru þettta töflur og einhvern búnaður sem þarf að koma upp eða hvað?
Áttu myndir?

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróður næring

Post by keli »

Þetta er bara gróðurnæring í þurrformi. Þú blandar í vatn og geymir blönduna og gefur svo í réttum skömmtum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Gróður næring

Post by Ólafur »

Ok takk fyrir Keli

Hlytur að vera bráðsniðugt og töluvert ódýrara en að kaupa þessa tilbúnu útúr búð.
Ætli maður prófi þetta ekki bara :)

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Re: Gróður næring

Post by Elloff »

Hvaða vara er það af þessari síðu sem þið eruð að nota helst?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Gróður næring

Post by Sven »

Ég nota:

CSM+B Plantex 1 lb - Þetta mixast út í vatn til að blanda nokkuð basic gróðurnæringu, svo hef ég verið að bæta nota eftirfarandi líka með:

CaCl2 (ekki nauðsynlegt - bara til að herða vatnið smá)
Iron Chelate 13% - járn, mjög gott að eiga það - dugar heillengi og kostar mjög lítið miðað við járn frá seachem og öllum hinum framleiðendunum.
Magnesium Sulfate 1 lb. MgSO4 Epsom Salts
Mono Potassium Phosphate 1 lb. MKP
Potassium Nitrate 1 lb. KNO3 - þeir segjast ekki senda þetta erlendis, en ég hef þó fengið það sent, það er leyfilegt að flytja þetta inn til íslands án nokkurra leyfa (ég tékkaði á því)
Potassium Sulfate 1 lb. K2SO4

Ég nota þetta þó ekki jafn mikið og áður þar sem að ég er ekki með kröfuharðar plöntur núna og ekki nærri því jafn mikla lýsingu og ég var með áður = minni þörf fyrir næringu.

Ef þú ert ekki með mjög mikla lýsingu, kolsýru og svoleiðis, þá mundi ég jafnvel bara athuga með Macro Micro Nutrient Mix og járn með. Þá ertu búinn að ná flestu sem þig vantar og ættir að vera í góðum málum. Spurninga að googla bara þetta Macro Micro Nutrient Mix þeirra og sjá hvað aðrir plöntunördar hafa að segja um þetta.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróður næring

Post by keli »

Ég væri til í að panta mér svona pakka. Vill einhver panta með mér, við gætum þá skipt sendingarkostnaði og maður þarf ekki að kaupa jafn mikið..?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Gróður næring

Post by prien »

Ég pantaði frá þeim í fyrra og fékk pakkann ekki afhentan, nema að útvega mér innflutningsleyfi fyrir áburði hjá Matvælastofnun.
Í þeirri umsókn varð ég að tilgreina innihald alls þess áburðar sem ég ætlaði að flytja inn.
Þeir sögðu að það skipti ekki máli, hvort ég ætlaði að flytja inn 500gr eða 5000 tonn, leyfið yrði ég að hafa.
500l - 720l.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Re: Gróður næring

Post by Elloff »

Það er væntanlega vesen að fá innflutningsleyfið? Ég er að fá svona "fuzz algae" sýnist mér auk þess sem plöntunar hafa ekki dafnað nægilega, ætla að fara að verða markvissari í að gera gróðrinum gott.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Gróður næring

Post by prien »

keli wrote:Ég væri til í að panta mér svona pakka. Vill einhver panta með mér, við gætum þá skipt sendingarkostnaði og maður þarf ekki að kaupa jafn mikið..?
Ég væri til í að panta með þér Macro Micro Nutrient Mix og járn.
500l - 720l.
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Re: Gróður næring

Post by thorirsavar »

prien wrote:
keli wrote:Ég væri til í að panta mér svona pakka. Vill einhver panta með mér, við gætum þá skipt sendingarkostnaði og maður þarf ekki að kaupa jafn mikið..?
Ég væri til í að panta með þér Macro Micro Nutrient Mix og járn.
Ég er alveg til í að vera með og fá Macro Micro Nutrient Mix og járn líka :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Gróður næring

Post by Sven »

Hmmm, ef það er þá hefur þetta eitthvað breyst. Ég hef flutt svona inn þrisvar og aldrei lent í neinu veseni, reyndar síðast fyrir svona 4 árum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróður næring

Post by keli »

Einhver sem býður sig fram að tala við tollinn?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróður næring

Post by Sibbi »

Ég hef áhuga á að vera með Keli.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Re: Gróður næring

Post by Elloff »

Eru tollkvótar ekki alþjóðlegir? Er ekki málið að fá hann uppgefinn hjá seljandanum og svo er bara að fletta upp í tollskránni. Ef einhver getur grafið upp tollkvótann þá get ég grafist fyrir um hvað þarf til að flytja þetta inn.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Gróður næring

Post by Ólafur »

Hafið mig með. Tek það nauðsýnlegasta en það eina sem ég þarf að vita fyrirfram er útgjöldin áður en pöntunin er gerð :) .
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Post Reply