Er búin að lesa yfir þónokkra þræði hérna og sé að það eru miklir snillingar hér á ferð
Því langar mig að leita til ykkar með búrið mitt. Málið er að ég keypti 96 l. búr í Dýraríkinu fyrir nokkru síðan. Við fórum í Fiskó og keyptum nokkra fiska í það og erum nú með 2 dvergsíkliður(veit ekki nánara nafn), kardinála, ryksugu, eldsporð og lítinn bala hákarl. Við vorum með 3 balahákarla og var okkur sagt að það væri ekkert mál á meðan þeir væru svona litlir. Einn hins vegar trylltist í fyrradag, stirnaði upp og dó. Í dag fór svo annar félagi hans. Þeir voru búnir að vera eitthvað skrítnir og hengu bara í einu horninu á búrinu! Getur þetta hafa skeð þar sem að það var ekki nægilegt pláss??
Við erum búin að setja nokkrar plöntur í búrið en tókum svo eftir því að það er kominn svolítill þörungur. Eftir að hafa skoðað vefinn sýnist mér það vera þar sem að ljósatíminn var of langur. Við minnkuðum hann og minnkuðum matargjöfina, en mig langar að athuga hversu langur ljósatíminn ætti að vera og ætti þetta ekki að laga þörunginn?
Að lokum langar mig að fá smá hint hvað er passlegt að vera með í búrinu og hvort að ég gæti bætt við mig einhverjum fallegum líflegum fiskum?
96 l.búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: 96 l.búr
velkomin á spjallið!
eruði búin að skipta eitthvað um vatn í búrinu síðan það fór upp?
hve mikið þá í einu?
Er dæla í búrinu?
það er rétt að balahákarlarnir verða allt of stórir fyrir þetta búr.
þeir eiga eftir að verða allt of stórir fyrir búrið á nokkrum vikum.
Red tail sharkinn er yfirleitt mikill böggari, hann á eftir að bögga alla fiskana í búrinu.
Þeir passa eiginlega bara með stærri fiskum, en ekki það stórum að þeir geti borðað hann.
Red tail shark verður um 15cm. En þeir stækka ekki hratt.
gætir haft marga fallega fiska í minni kanntinum.
t.d 10x cardinal tetrur, 5x corydoras, 5x endler guppy, 2 SAE.
eða samtals um 20 fiska í búrið.
myndi taka balahákarlinn og RTS úr búrinu.
eruði búin að skipta eitthvað um vatn í búrinu síðan það fór upp?
hve mikið þá í einu?
Er dæla í búrinu?
það er rétt að balahákarlarnir verða allt of stórir fyrir þetta búr.
þeir eiga eftir að verða allt of stórir fyrir búrið á nokkrum vikum.
Red tail sharkinn er yfirleitt mikill böggari, hann á eftir að bögga alla fiskana í búrinu.
Þeir passa eiginlega bara með stærri fiskum, en ekki það stórum að þeir geti borðað hann.
Red tail shark verður um 15cm. En þeir stækka ekki hratt.
gætir haft marga fallega fiska í minni kanntinum.
t.d 10x cardinal tetrur, 5x corydoras, 5x endler guppy, 2 SAE.
eða samtals um 20 fiska í búrið.
myndi taka balahákarlinn og RTS úr búrinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: 96 l.búr
Takk fyrir það
Við erum búin að skipta um nokkra lítra í því síðan það kom upp, get ekki sagt hvað mikið ca. 25 l. Erum með dælu og hitara í búrinu.
Ég er ekki viss hvernig SAE lítur út, geturðu linkað á svoleiðis fyrir mig?
Málið er að ég er ekki hrifin af Gubby, dettur þér eitthvað annað í hug (helst ekki gotfisk)?
En við höfum klárlega einhvað fengið vitlausar upplýsingar með Bala hákarlinn. RTS er mjög rólegur hjá okkur og lætur alla aðra fiska í friði en hann er líka mjög lítill, ca. 4 cm.
Við erum búin að skipta um nokkra lítra í því síðan það kom upp, get ekki sagt hvað mikið ca. 25 l. Erum með dælu og hitara í búrinu.
Ég er ekki viss hvernig SAE lítur út, geturðu linkað á svoleiðis fyrir mig?
Málið er að ég er ekki hrifin af Gubby, dettur þér eitthvað annað í hug (helst ekki gotfisk)?
En við höfum klárlega einhvað fengið vitlausar upplýsingar með Bala hákarlinn. RTS er mjög rólegur hjá okkur og lætur alla aðra fiska í friði en hann er líka mjög lítill, ca. 4 cm.
Re: 96 l.búr
hér er sae (siamese algea eater)
http://www.tjorvar.is/html/siamese_algae_eater.html
http://www.tjorvar.is/html/siamese_algae_eater.html
Logi
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Re: 96 l.búr
í staðinn fyrir endlerinn þá gætiru haft T.D fimm dvergregnbogafiska.
myndi vera dugleg við vatnsskipti þar sem búrið er ný uppsett.
kannski 30-50% vatnsskipti á viku til 10 daga fresti.
passa að taka hitaran úr sambandi á meðan skipt er um vatn
og setja jafnheitt vatn úr krananum og er í búrinu.
Passa að setja ekki of marga fiska í einu á stuttum tíma í nýtt búr.
myndi vera dugleg við vatnsskipti þar sem búrið er ný uppsett.
kannski 30-50% vatnsskipti á viku til 10 daga fresti.
passa að taka hitaran úr sambandi á meðan skipt er um vatn
og setja jafnheitt vatn úr krananum og er í búrinu.
Passa að setja ekki of marga fiska í einu á stuttum tíma í nýtt búr.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: 96 l.búr
Lýst ágætlega á þessa dverg regnbogafiska, SAE og corydoras. Ætla að skoða þetta betur.
Ætla bara að setja í búrið hægt og rólega enda lang skemmtilegast að bæta smátt við
Og ætla að skipta frekar um vatn um helgina, þá er vika síðan við gerðum það síðast.
Takk kærlega fyrir hjálpina
Ætla bara að setja í búrið hægt og rólega enda lang skemmtilegast að bæta smátt við
Og ætla að skipta frekar um vatn um helgina, þá er vika síðan við gerðum það síðast.
Takk kærlega fyrir hjálpina