nano verkefni

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

nano verkefni

Post by moez »

Sæl öll

Ég fékk gefins gamalt 30 lítra búr með einni 25w ísskápaperu. Þar sem ég ætla að vera með gróður í því fór ég að leita að nýju ljósi. Ég fann ballest og peru í flúrlömpum í Hafnarfirði og kostaði þetta 1700kr. Peran er 11W og 6500k og ef ég þarf get ég bætt við warm peru seinna meir.

Hvernig líst ykkur á þetta?

Nýja ljósið komið í lokið.
Image
Fyrir breytingu.
Image
Eftir breytingu.
Image
Last edited by moez on 23 Jan 2011, 11:17, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: nano verkefni

Post by keli »

Þetta er amk réttur litur á perunni ef þú ætlar að vera með gróður. Verður gaman að sjá hvernig þetta gengur hjá þér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: nano verkefni

Post by prien »

Gaman að svona litlum búrum.
Hvað ætlar þú að hafa í því?
500l - 720l.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: nano verkefni

Post by Sven »

Er eitthvað komið í búrið? Svona nano-gróðurbúr geta verið alveg awesome.

Mig hefur lengi langað til að gera nano búr þar sem að filter-búnaðurinn sést ekki neitt, helst bora það og vera með pínulitla tunnudælu.
vikar m
Posts: 124
Joined: 10 May 2010, 22:02
Location: akureyri
Contact:

Re: nano verkefni

Post by vikar m »

mynda ferlið :D
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/

:hákarl: :sybbinn:
Post Reply