Fékk svo í gær einn Golden Line Royal Panaque Pleco L027 hjá Tjörva. Þarf að fara koma með myndir af þessu bráðum.
Endilega koma með myndir af honum, dauðlangar að sjá hann.
Hef mikið verið að spá í að pannta einn hjá honum.
Þvímiður þá lifði hann bara í sirka einn mánuð hjá okkur. Var svona 3-4cm á lengd, fannst hann borða mjög lítið miðaðvið hina pleggana og svo bara einn daginn drapst hann. Veit ekki hvað olli því útaf því að ég passaði rosalega uppá vatnsgæðin í búrinu. Kannski maður prófi aftur seinna, því þetta er rosalega fallegur pleggi.
Keypti nýjan Golden Line Royal Panaque Pleco af Varg um daginn. Setti hann í 360L búrið með ameríkönunum, ég þurfti reyndar að bjarga honum áðan þar sem það var búið að éta af honum hálfan sporðinn og kominn með nokkur stór sár. Setti hann í annað búr og leifi honum að vaxa þar í bili