trjárætur og greinar í fiskabúr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by Elma »

ætli það sé allt í lagi að setja rætur af tjám og jafnvel greinar ofaní fiskabúr?
þá er ég ekki að meina rætur eins og keyptar eru í gæludýrabúðum.
Hef séð á youtube, fiskabúr þar sem það eru bara heilu trjáræturnar og greinar ofaní búrum.
t.d hérna rót sem sést í 1:00.
ætli ræturnar/greinarnar þurfi einhverja spes meðferð áður en þær eru settar ofaní?
sjóða þær, epoxi húða, taka börkinn af, þurrka þær alveg 100%?
Hef verið að skoða þetta á netinu og það eru mismunandi svör við þessu,
það eru sumir sem gera þetta, en aðrir eru á móti þessu.
Og hérna er vidjó af búri þar sem eru tjágreinar
Hef sjálf, prófað að setja grein ofaní búr, tók börkinn af, hún flaut í einhvern tíma, en er nú sokkin.
Allir enn lifandi í því búri..
Er bara að spá hvort að ræturnar/greinarnar gætu "lekið" einhverjum efnum í búrið og eitrað vatnið??
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by animal »

Ég hef í gegnum tíðina sett allskonar greinar og rætur ofan í búrin hjá mér á nokkura vandamála, nema það sem ég hef fundið í fjörunni.
Ace Ventura Islandicus
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by Orientalis »

Hefur þú verið að setja birki ofaní búrið þá?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by Elma »

hvernig ætli (dauð) ösp sé ofaní fiskabúr?
ætli hún grotni hratt niður? (vikur, mánuði, ár?)
Mig langar mjög mikið að prófa þetta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by animal »

Já birki meðal annars, risastóra rót af 60+ ára gömlu reynitré. hefur reynst mér best að finna greinar sem hafa veðrast svolítið. Held það væri ráð með öspina og tré sem hafa mikið harpic/trjákvoðu að leyfa þeim að þorna í einhvern tíma fyrir notkun. Flestar af þessum greinum/rótum eru góðar fyrir margar af plegga teg sem vilja naga við t.d. Panaque.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
arigauti
Posts: 86
Joined: 06 Jan 2011, 21:00
Location: Hafnarfjörður

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by arigauti »

er með í bleiti byrki og ösp ætla að hafa það í nokkrar vikur og sjá hvað gerist
sso
Posts: 24
Joined: 02 Jun 2012, 22:29

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by sso »

ef þetta er alveg skrjáfaþurrt og veðrað (helst ár eða lengur.)

þá er þetta yfirleitt í lagi.

ef það eru nýjar greinar, þá rotna þær (á löngum tíma, veldur yfirleitt ekki vandkvæðum en er ljótt.)
Terrapedes
Posts: 20
Joined: 02 Apr 2013, 15:49

Re: trjárætur og greinar í fiskabúr?

Post by Terrapedes »

Ætla að vekja upp gamlan draug núna;)

Hefur einhver prufað að nota rekavið í búr??

langar pínu að fara þræða strandir eftir fínum greinum...
Ólöf

100L GRÓÐURBÚR

17L GRÓÐURBÚR
Post Reply