Fyrsta búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fyrsta búr
Komið þið sæl ég var að eignast mitt fyrsta búr núna um daginn eða 150 lítra búr með dælu og að þar að sýnist hitara, núna langar mig að vita hvað ég þarf að gera til að koma þessu öllu í gagnið, og mun ég viðurkenna það hér að ég hef ekki hundsvit á fiskum.
Okkur konunni langar að vera með kannski 5 til 7 flotta fiska í þessu þar sem að þetta verður svona á mest augljósasta stað í húsinu.
Svo að nú spyr ég hvað þarf ég að kaupa til að starta og viðhalda búrinu, hvernig fiska á ég að fá mér miðað við 150 lítra búr heyrði einu sinni að það væri gott að vera með einn svona (sogfisk) sem að sýgur sig fastan við glerið og þrífur.
Fóður. Lýsing á eftir að kaupa ef þess þarf, og svo gróður einnig ef þess þarf
Þannig að ég spyr nú ykkur fróða menn hvað á maður að gera
Kveðja Hjalti
Okkur konunni langar að vera með kannski 5 til 7 flotta fiska í þessu þar sem að þetta verður svona á mest augljósasta stað í húsinu.
Svo að nú spyr ég hvað þarf ég að kaupa til að starta og viðhalda búrinu, hvernig fiska á ég að fá mér miðað við 150 lítra búr heyrði einu sinni að það væri gott að vera með einn svona (sogfisk) sem að sýgur sig fastan við glerið og þrífur.
Fóður. Lýsing á eftir að kaupa ef þess þarf, og svo gróður einnig ef þess þarf
Þannig að ég spyr nú ykkur fróða menn hvað á maður að gera
Kveðja Hjalti
Last edited by Morte on 17 Feb 2011, 21:52, edited 1 time in total.
Re: Fyrsta búr
Sæll og velkominn á spjallið
byrjaðu á því að setja vatn í búrið og hitarann og dæluna í gang.
Það má setja volgt vatn í búrið.
Stylltu hitaran á 25gráður.
Það þarf möl eða sand í botninn og einhverja "innréttingu" t.d rætur og gróður eða
það sem heillar þig mest.
Ég er hrifnust af náttúrulegri uppsetningu.
Ef þið viljið fiska sem eru fallegir, alltaf á ferðinni, en eru friðsælir og láta gróður alveg vera,
þá mæli ég með regnbogafiskum. Allavega 10stk.
og svo eina til tvær svona ryksugufisk (ancistra) sem borðar matarleyfar.
byrjaðu á því að setja vatn í búrið og hitarann og dæluna í gang.
Það má setja volgt vatn í búrið.
Stylltu hitaran á 25gráður.
Það þarf möl eða sand í botninn og einhverja "innréttingu" t.d rætur og gróður eða
það sem heillar þig mest.
Ég er hrifnust af náttúrulegri uppsetningu.
Ef þið viljið fiska sem eru fallegir, alltaf á ferðinni, en eru friðsælir og láta gróður alveg vera,
þá mæli ég með regnbogafiskum. Allavega 10stk.
og svo eina til tvær svona ryksugufisk (ancistra) sem borðar matarleyfar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Fyrsta búr
Eða fá sér einhverjar tertur með fullt af gróðri
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Fyrsta búr
Tertur hvað er það??red wrote:Eða fá sér einhverjar tertur með fullt af gróðri
Takk elma skoða þetta.
Hvar er best að versla fiska, gróður og það sem maður þarf
Re: Fyrsta búr
Sorry ætlaði að skrifa tetrur neon-og fullt fleyra
Fiskó er með gott úrval á fiskum og dýragarðurinn og dýralíf og dýraríkinu
Fiskó er með gott úrval á fiskum og dýragarðurinn og dýralíf og dýraríkinu
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Fyrsta búr
Takk fyrir það en síðan er eitt enn búrið sem ég fékk er frekar mikið skítugt uppþornað vatn eða kísill í því hvað get ég notað til að þrífa það, virðist lítð virka og ég vill helst ekki fara í einhver eiturefni sem gæti skaðað fiskana ef það verður eitthvað eftir
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Fyrsta búr
Búin að reyna það, og gufu og sítrónu, og gafst upp og fór í hreinsiefni en það virkaði ekki, þarf að skoða þetta eitthvað betur. þetta er það mikið að það er ekki fallegtAndri Pogo wrote:vatn og hrein stálull virka vel
Re: Fyrsta búr
Getur prófað edik.
Prófaðu líka að setja vatn í búrið, oft er þetta ekki sjáanlegt þegar það er komið vatn í búrið og búið að vera í búrinu í smá tíma. Virkar augljóslega ekki utan á búrinu eða efst á búrinu.
Prófaðu líka að setja vatn í búrið, oft er þetta ekki sjáanlegt þegar það er komið vatn í búrið og búið að vera í búrinu í smá tíma. Virkar augljóslega ekki utan á búrinu eða efst á búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Fyrsta búr
Þetta er einmitt efst í búrinu ætla að prufa edik
Re: Fyrsta búr
Jæja edik virkaði ekki. ætla að prufa fínan sandpappir og vatn
Re: Fyrsta búr
Slepptu sandpappírnum, hann mattar búrið þó hann sé fínn..
Ertu örugglega búinn að prófa stálull ? Ég hef aldrei lent í óhreinindum á gleri sem stálull vinnur ekki á.
Ertu örugglega búinn að prófa stálull ? Ég hef aldrei lent í óhreinindum á gleri sem stálull vinnur ekki á.
Re: Fyrsta búr
já reyndi í dag hef ekki kynnst svona föstum óhreinindum, prufaði áðan 2000 pappír á smá flöt það virkar en eins og þú sagðir að þá verður það fyrr matt áður en óhreindinn fara. er að fara gefast upp á þessu ætti kannski baara að reyna redda mér öðru búriVargur wrote:Slepptu sandpappírnum, hann mattar búrið þó hann sé fínn..
Ertu örugglega búinn að prófa stálull ? Ég hef aldrei lent í óhreinindum á gleri sem stálull vinnur ekki á.
Re: Fyrsta búr
þú talaðir um að þú ættir eftir að setja lýsingu. Ef þetta er bara allra efst á búrinu geturu falið það með loki með lýsingu e.t.v. eitthvað í áttina að þessu:
Ég smíðaði þennan ramma úr hilluefni og fékk ljósabúnaðinn í flúrljós í hafnafirði
Ég smíðaði þennan ramma úr hilluefni og fékk ljósabúnaðinn í flúrljós í hafnafirði
Re: Fyrsta búr
Já er með rakvélablað sem er að virka en samt hægt. Hrefna þakka þér var ekki einu sinni búin að higsa útí að smíða ramma geri það bara ef þetta virkar ekki
Re: Fyrsta búr
Jæja þetta er komið eftir marga daga púl að skrúbba og skafa. núna er bara að fara smíða lok á það og tína allt til sem þarf.
Held að ég hafi aldrei nokkurn tíma þrifið eitthvað svona vel á ævi minn
Held að ég hafi aldrei nokkurn tíma þrifið eitthvað svona vel á ævi minn
Re: Fyrsta búr
Getur virkað að (Ef búrið er tómt) leggja búrið á þá hlið sem á að þrífa, setja eldhúsrúllu pappír yfir kalk flötinn og hella ediki/Edik sýru yfir pappírinn og láta hann liggja í nokkra tíma, mér hefur aldrei tekist að þrífa kalk með ediki með því einfaldlega að nudda í smá stund en að láta það liggja í bleyti hefur virkað mjög vel hjá mér
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is