Sæl verið þið. Ég er með nokkrar spurningar varðandi sverðdragarana mína, en ég er búin að eiga þá síðan í byrjun janúar.
Til að byrja með fengum við okkur 2 kellur og 1 karl. Önnur kellan gaut fljótlega eftir að hún kom til okkar (20. jan) og um 2 vikum seinna ákváðum við að taka hina frá því hún var orðin verulega sver og komin með svartan blett á magann. Við settum hana í gotbúr í sama búr og seiðin voru í. Ekkert gengur hjá henni að koma seiðunum úr sér. Hún var mjög stressuð til að byrja með, líklega vegna þess að gotbúrið var of lítið. Einu sinni gleymdum við að loka því og hún náði að hoppa upp úr og þar sem hún lét seiðin alveg eiga sig leyfðum við henni bara að vera frjálsri með þeim. Fyrir nokkrum dögum tókum við eftir því að hin kellan var aftur orðin sver, svo við tókum hana og settum með hinni kellingunni og seiðunum. Við settum handklæði fyrir búrið svo það var alveg dimmt í því, en í búrinu er bæði dæla og hitari. Í gærmorgun var seinni kellan gotin en ekkert bólar á seiðum frá hinni. Ég var því að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað meira sem við getum gert til að koma henni af stað. Hún er í myrkri, vatnið er um 26° heitt og við erum dugleg að hafa í því vatnaskipti.
Svo er það sverðdragarakallinn. Hann er allan daginn endalaust að elta kellingarnar. Við fengum 3. kellinguna viku á eftir hinum, en hún er eldri og því stærri en þau sem við áttum fyrir. Hún hefur ekkert gotið og lítur ekki út fyrir að vera líkleg til þess. Hún er sú eina sem kallinn nennir að elta, því hinar kellurnar eru svo snöggar að hann þarf að hafa virkilega fyrir því að elta þær. Nú er svo komið að greyið húkir inni í kókoshnetunni næstum allan daginn til að fá frið fyrir kallinum. Í gær tókum við svo eftir undarlegum breytingum á henni, það var komin svört lína neðst í sporðinn hennar, eins og það væri að vaxa sverð. Ég hef heyrt um að fiskar geti skipt um kyn (kærastan mín er í vistfræði og lærði um þetta þar), en ég hef aldrei heyrt um að sverðdragarakelling skipti um kyn eða þykist vera kall til að losna undan áreiti frá kallinum. Getur það verið? Læt mynd fylgja með:
Og er eitthvað sem við getum gert við kallinn svo hann hætti að elta þær svona mikið? Þær (og þá aðallega þessi á myndinni) fá aldrei frið.
Fyrirfram þakkir fyrir það sem ég vona að verði góð svör
Sverðdragarar
Re: Sverðdragarar
fiskurinn á myndinni er hængur.
Það fer eftir aðstæðum, hvort að sverðið vex fyrst eða búkurinn.
Þessi hefur verið í þannig aðstæðum að búkurinn óx fyrst og svo sverðið.
Ekkert óeðlilegt við það
Ef það er nóg af gróðri í búrinu, þá ættu hrygnurnar að finna sér felustaði.
En það er ekki gott að vera með tvo sverðdraga hænga saman í búri.
Annað hvort bara einn, eða þá fleiri en tvo.
og velkomin á spjallið!
Það fer eftir aðstæðum, hvort að sverðið vex fyrst eða búkurinn.
Þessi hefur verið í þannig aðstæðum að búkurinn óx fyrst og svo sverðið.
Ekkert óeðlilegt við það
Ef það er nóg af gróðri í búrinu, þá ættu hrygnurnar að finna sér felustaði.
En það er ekki gott að vera með tvo sverðdraga hænga saman í búri.
Annað hvort bara einn, eða þá fleiri en tvo.
og velkomin á spjallið!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Sverðdragarar
Já ok, ég hafði ekki hugmynd um að sverðið gæti vaxið svona á eftir búknum :S Verð greinilega bara að fá mér fleiri fiska
En það er slatti af javamosa í seiðabúrinu, þar sem seiðafulla hrygnan er, svo það ætti ekki að stoppa hana í að gjóta. Hún lítur að öðru leyti eðlilega út, étur og syndir eðlilega þeas. Vonandi fer bara að koma að þessu hjá henni.
En takk kærlega fyrir hjálpina og bara gaman að vera kominn á spjallið, einmitt búinn að nota það mikið til að fletta upp alls konar upplýsingum um fiskana!
En það er slatti af javamosa í seiðabúrinu, þar sem seiðafulla hrygnan er, svo það ætti ekki að stoppa hana í að gjóta. Hún lítur að öðru leyti eðlilega út, étur og syndir eðlilega þeas. Vonandi fer bara að koma að þessu hjá henni.
En takk kærlega fyrir hjálpina og bara gaman að vera kominn á spjallið, einmitt búinn að nota það mikið til að fletta upp alls konar upplýsingum um fiskana!
Re: Sverðdragarar
Jæja þá er þessi appelsínugula búin. Nokkur seiði voru vansköpuð hjá henni, kannski það hafi haft einhver áhrif? Við töldum seiðin áðan og fengum samtals 30 frá báðum kellingunum