Ég er með 260 lítra jewel, með 5 gullfiskum og 5 sníglum , 2zebra og 3 epla sniglum
síðustu 2 vikur hafa tveir sniglar drepist , einn zebra og einn epla . Eplasnigillinn sá stærsti af þeim dó inní skelinni en zebra snigillinn hvarf úr skelinni . Nánast samtímis , ég er að pæla hvort eitthvað sé í gangi í búrinu, samt er ég með mjög öfluga filteringu og skipti um vatn 20% einu sinni til tvisvar í viku.
Ég er að pæla hvort einhver gullfiskurinn sé farinn að ráðast á sniglana eða hvort einhver mengun sé í vatninu . Nóg er af þörung til að éta samt . hitastig er í kringum 21-22c°
Allir virðast hafa það fínt nema þessir sníglar þarna sem dóu
Gullfiskar að kála öllu kviku ? HJÁÁÁÁLP
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Gullfiskar að kála öllu kviku ? HJÁÁÁÁLP
Last edited by jonsighvatsson on 06 Mar 2011, 18:47, edited 1 time in total.
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
það er allt í lagi að hafa hita stigið 26-28
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
En algjör óþarfi. Gullfiskarnir kunna betur við kaldara hitastig.red wrote:það er allt í lagi að hafa hita stigið 26-28
Gullfiskarnir geta vel verið að kroppa í sniglana og drepa þá. Hefurðu eitthvað séð þá vera að því?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
Hef alveg séð gullfiskana vera velta þeim til , 3 mánuðir síðan gullfiskarnir fóru að éta fálmararana á eplasniglunum . Ekki séð þá reyna éta sniglana beint , en gæti trúað því uppá þá því þeir eru orðnir feitir og gráðugir
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
ef fiskar eru of mikið í því að angra snigla,
þá geta þeir drepist, sem sagt sniglarnir.
þá geta þeir drepist, sem sagt sniglarnir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
Hitastigið er fulllágt fyrir eplasniglana.
Gullfiskar eru þekktir fyrir að éta snigla ef þeir koma þeim upp í sig og angra þá sem þeir geta ekki étið..
Gullfiskar eru þekktir fyrir að éta snigla ef þeir koma þeim upp í sig og angra þá sem þeir geta ekki étið..
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ?
HJÁLP tveir sniglar dauðir í viðbót , sýndist annar þeirra stór eplasnigill vera hress áður en ég fór að sofa , dagin eftir var helvítins ryksugan (pleco) komin hálfa leið inní hann..
Getur verið að það sé einhver kopar mengun í gangi ? hitastigið eru tæpar 22 gráður
Getur verið að það sé einhver kopar mengun í gangi ? hitastigið eru tæpar 22 gráður
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: Gullfiskar að kála öllu kviku ? HJÁÁÁÁLP
Ég myndi prufa að hækka hitastigið uppí 24-26°c það getur verið nóg til hjálpa þeim sniglum sem eftir eru, ég hef tekið etir því hjá mér að ef hitastigið fer neðarlega reynir snigillin að vera sem mest inní kuðunginum