Sonur minn er með gullfiskabúr sem hann fékk í des. Við erum búin að hugsa mjög vel um það, gefa lítið, skipta reglulega um vatn og hreinsa dælu.
En núna hafa allt í einu tveir eldsprækir fiskar drepist, þeir byrja þannig að þeir eru efst við vatnsborðið og færa sig síðan neðar og eru þar bara heilu dagana hreyfingalausir þar til þeir drepast.
Síðan hafa botnsugurnar farið í þá og þá þeir endanlega drepist. Veikindin taka u.þ.b. viku
Í fyrri vikunni dó einn eldsprækur og núna í gær dó annar. Hef grun um að einn í viðbót sé slappur.
Hvað erum við að gera vitlaust og er þetta einhver veiki?
Gullfiskabúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 40
- Joined: 19 Oct 2010, 19:45
- Location: Gamli Vesturbærinn
Re: Gullfiskabúr
Hvernig er súrefnið í vatninu? Er loftinntak á dælunni?
Re: Gullfiskabúr
Hvað er búrið stórt og hvað eru regluleg vatnskipti hjá ykkur ?
Eru einhver sjáanleg einkenni á fiskunum ?
Eru einhver sjáanleg einkenni á fiskunum ?
Re: Gullfiskabúr
Hæ! Þetta er bara einföld loftdæla með síu. Við höfum skipt um 1 líter af vatni vikulega skv. ráðgjöf dýrabúðar og fiskarnir byrja að verða áhugalausir og slappir.
Engir blettir eða slíkt.
Engir blettir eða slíkt.
Re: Gullfiskabúr
Hvað er búrið stórt, þú átt að skifta um 20-30% vikulega ef þú skiftir bara um 1 liter á viku þá er þetta ekki nema 5 litra búr sem er alltof lítið fyrir gullfisk hvað þá nokkra + ryksugur en ef búrið er stæra og þið eruð bara að skifta um 1 líter á viku þá er það alltof lítið.
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu