Þörungavandamál

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Þörungavandamál

Post by Gaby »

Það er mikið af þörungi í búrinu mínu, á glerinu og plöntunum (er með gerviplöntur) og vatnið er ekki tært.
Hvað á ég að gera?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi byrja á að hreinsa glerið og plönturnar, síðan skipta um slatta af vatni og minnka ljósatímann. Hafðu ljósið slökkt í nokkra daga.
Nú nokkrar spurningar:
Hvað ertu með stórt búr og hvað ertu með að fiskum í því?
Hvað hefur þú almennt kveikt lengi á ljósum í því?
Skín sól á búrið?
Hvað ertu að fóðra mikið?
Hvernig þörungur er þetta, grænn, brúnn, loðinn eða ?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Svar við spurningum,,:
1) ég er með 110 lítra juwel búr, ég er með 2 slæðusporða(gullfiska), einn venjulegan gullfisk, 3 skalla, 2 ryksugur, 11 neon tetrur,3 litla snigla,, (allir þessir fiskar sem ég var að segja eru ekki stórir,, frekar litlir heldur en stórir).
2)Almennt frá 8-11,, en er búin að minnka hann mjög mikið,, núna er ég með ljósatímann frá 17-23.
3)Nei það skín allavega ekki mikil sól á búrið,, hún er frekar í minna lagi heldur í meiralagi.
3)Ég held um ca. 1 matskeið.
4)Hann er grænn & loðinn.
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Minnka fóðrið um allt að helming.
Minnka jafnvel ljósatímann eða hafa slökkt í nokkra daga.
Bæta lifandi gróðri í búrið.
Fá þér 2-3 ansistur (brúsknefi), þær eiga að halda svona búri nánast þörungalausu.

Svo er líka hægt að kaupa efni sem heldur niðri þörung.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Ég var að velta því fyrir mér,, ef ég ætlaði að fá mér ekta plöntur, er mikið vesen að hafa þær? og á ég að vera dugleg að skipta um vatn?,, um hvað c.a á dag,, eða vikur eða eitthvað?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú átt að geta fengið plöntur sem er mjög auðvelt að hugsa um, t.d. Valisnera og Anubias.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Juwel 110 er ágætt búr fyrir plöntur þar sem í því er tvöfalt perustæði.
Fáðu þér 2-3 plöntur einfaldar en hraðvaxta plöntur til að byrja með.

Varðandi vatnsskipti þá myndi ég skipta um 30-50% af vatninu á 10-14 daga fresti með þennan fjölda af fiskum í búrinu.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Eru plönturnar Valisnera og Anubias til í fiskabúr.is? ef svo er hvað kostar eitt stykki? og með brúsknefinn hve stórir er minnsti sem til er í fiskabúr.is,, ég vil nefnilega ekki hafa ryksuguna of stóra ef ég ætla að fá mér svoleiðis ;)
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Valisneria og Anubias ásamt fleiri plöntum eru til í fiskabur.is og kosta 980.-
Því miður eru engar litlar Ansistur til en væntanlega í næstu viku.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hvert á maður að setja þennan svamp sem eyðir þörungnum?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ofan í dæluna.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

okjem takk takk,, en á ég samt ennþá að skipta um vatn þó að þessi "svampur" er kominn í dæluna ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú, jú, regluleg vatnsskipti eru grunnurinn að góðu fiskabúri.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Takk, takk fyrir góð ráð og svo hef ég samband þegar þetta batnast ;)
Gabríela María Reginsdóttir
Post Reply