Eru aðrir fiskar í búrinu sem hætta er á að éti seiðin, eða foreldrarnir gangi frá þegar seiðin fara á ferðina ?
Það getur verið gaman að fylgjast með foreldrunum í uppeldinu en alveg sjálfsagt að taka hluta af seiðunum frá þegar þau fara á ferðina ef þú viilt að eitthvað af þeim sleppi örugglega frá búrfélögum.
er eitthvað annað í búrinu?
ef þú ætlar að reyna að koma þessu upp þarftu að fjarlægja seiðin en það liggur kannski ekki lífið á ef þau eru ein. Myndi þó persónulega gera það strax og þau eru farin að synda.
Ég var með Jaguar par sem hrygndi og pössuðu vel uppá seiðin, alveg þar til þau vildu hrygna aftur en þá drápu þau öll fyrri seiðin til að rýma fyrir þeim nýju
Ég tók einn fullvaxinn jack dempsey úr búrinu þegar hann var búinn að hrekja foreldrana frá hrognunum. Hann át ekkert, sat bara yfir þeim eins og hann væri að passa þau.
Svo er einn Gibbi og 12 cm savini hryggna í búrinu. Salvini er reyndar búinn að flýa bakvið bakgrunninn.
Planið er að leifa foreldrunum bara að sjá um seiðin. En ef hrognin eru ófrjó ætti ég að taka þau úr búrinu eða leifa þeim að vera?
Jæja þá eru þau loks búin að hrygna aftur. Er búinn að selja Jack Dempsey parið sem var alltaf að hrella þau og þau eru búin að stúta savini hrygnuni þannig að það sem er eftir eru þau, pleggi og 3 trúðabótíur sem aldrei sjást.