mitt fyrsta búr, ca 300l
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
mitt fyrsta búr, ca 300l
Eftir að hafa hlustað á vin minn tuða um fiska og þessa fiskaspjall síðu alla daga þá fékk ég veikina og ákvað að smíða mér búr í íbúðina mína. En svo ég kynni mig aðeins þá er ég 19 ára strákur frá Egilsstöðum en bý í Reykjavík...
Byrjaði á því að mæla fyrir búrinu en íbúðin er bara 42 fm svo það er mjög takmarkað pláss en stærðin á glerinu varð 100x50x60
og borðið undir búrið er 100x50x75.
Teiknaði þetta svo í sketchup
ætlaði að hafa svona hjól undir því en það breyttist...
28.jan glerið komið, 10mm þykkt og rúm 60 kg .. myndirnar eru teknar á síma svo gæðin eru afar takmörkuð
byrjað að líma
búið að líma
búið að lekaprófa og verið að tæma búrið..
fræst úr fótunum fyrir hjólum sem bera 120 kg hvert hjól.
hjólin komin í..
ákvað að styrkja borðið meira og setti plötur á milli..
verið að slípa til að fá allt slétt og fínt..
lét beygja fyrir mig sýruburstað ál utan um borðið, lista utan á búrið og allt efnið í lokið.
fékk álið með hvítri húð en það var ekki það sem ég valdi.. svo ég lét pólýhúða það.
álið límt utan og skrúfað upp í lappirnar, verið að stilla þessu saman
lokið smíðað
búrið tilbúið og komið heim, hvítt grjót í botninum.. ef einhverjum vantar þá á ég nóg af því
það verður LED lýsing í lokinu oog vonandi fæ ég hana sem fyrst og ég á líka
eftir að finna mér dælu og annan búnað í þetta.. og fiska auðvitað
Byrjaði á því að mæla fyrir búrinu en íbúðin er bara 42 fm svo það er mjög takmarkað pláss en stærðin á glerinu varð 100x50x60
og borðið undir búrið er 100x50x75.
Teiknaði þetta svo í sketchup
ætlaði að hafa svona hjól undir því en það breyttist...
28.jan glerið komið, 10mm þykkt og rúm 60 kg .. myndirnar eru teknar á síma svo gæðin eru afar takmörkuð
byrjað að líma
búið að líma
búið að lekaprófa og verið að tæma búrið..
fræst úr fótunum fyrir hjólum sem bera 120 kg hvert hjól.
hjólin komin í..
ákvað að styrkja borðið meira og setti plötur á milli..
verið að slípa til að fá allt slétt og fínt..
lét beygja fyrir mig sýruburstað ál utan um borðið, lista utan á búrið og allt efnið í lokið.
fékk álið með hvítri húð en það var ekki það sem ég valdi.. svo ég lét pólýhúða það.
álið límt utan og skrúfað upp í lappirnar, verið að stilla þessu saman
lokið smíðað
búrið tilbúið og komið heim, hvítt grjót í botninum.. ef einhverjum vantar þá á ég nóg af því
það verður LED lýsing í lokinu oog vonandi fæ ég hana sem fyrst og ég á líka
eftir að finna mér dælu og annan búnað í þetta.. og fiska auðvitað
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Þetta er bara flott hjá þér Samkv. utanmálum er búrið 375 L, virkilega vel gert búr hjá þér. Verður gaman að sjá hvernig fiska þú ætlar að hafa, ertu e-h búin að hugsa út í það?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Mjög flott búr hjá þér það er eins gott að þú rúllir því ekki mikið á þessum hjólum á parketinu
kveðja Elvar
kveðja Elvar
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
virkilega flott smíði hjá þér! er þetta fyrsta búrið sem að þú smíðar?
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Agnes.. samkvæmt þessu er það 300 lítrar http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium en takk fyrir.. hef ekki hugsað mikið útí fiskana, hef mest gaman af því að smíða en það verða keyptir fiskar fljótlega
Elvar.. takk fyrir en búrið er mjög stöðugt á þessum hjólum og það þarf mikið til að hreyfa það þrátt fyrir að það sé ekkert vatn, en ég er nú þegar búinn að skemma parketið smá, en búrið verður ekkert hreyft fullt af vatni, hugsa að ég reyni að setja undir það þunna en sterka plötu til að koma í veg fyrir frekari skemmdir
linx: .. takk en já þetta er það fyrsta
Elvar.. takk fyrir en búrið er mjög stöðugt á þessum hjólum og það þarf mikið til að hreyfa það þrátt fyrir að það sé ekkert vatn, en ég er nú þegar búinn að skemma parketið smá, en búrið verður ekkert hreyft fullt af vatni, hugsa að ég reyni að setja undir það þunna en sterka plötu til að koma í veg fyrir frekari skemmdir
linx: .. takk en já þetta er það fyrsta
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
djö er þetta flott fyrir fyrsta búrið manns
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Virkilega flott
Mjög vandað allt saman.
Mjög vandað allt saman.
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Mjög flott hjá þér!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Fyrsta smíði eða ekki þá er þetta virkilega flott hjá þér, það gæti hver sem er verið stoltur af þessu.
til lukku.
til lukku.
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
takk fyrir kommentin en hvernig dælu og annan búnað ætti ég að fá mér í þetta búr.. hef ekki hundsvit á svoleiðis
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Mæli með Rena XP3 fæst á fínu verði hjá http://petshop.is/
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Ef þig langar að fara að föndra meira mæli ég með coast to coast Beananimal overflow og sump, eða þá Tetratec 1200 eða Xp3/4
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
s.s. bara tunnudæla sem kemur til greina í svona búr ? hvaða sverleika á slöngunum þarf ég að hafa inn í búr? þetta þarf helst að vera eins clean og hægt er, coast to coast beananimal kemur ekki til greina, þetta á ekki að líta út eins og hitaveitukerfi
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Voða Vandað og flott.
Ein spurning passaðiru að hafa bil á milli glerja þegar þú Kýttaðir búrið saman?
Skyftir mikklu upp á styrk.
Ein spurning passaðiru að hafa bil á milli glerja þegar þú Kýttaðir búrið saman?
Skyftir mikklu upp á styrk.
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
já auðvitað gerði ég það, var með að mig minnir 2mm bil
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
Mjög smart og áhugavert....
Ef þig langar að smíða annað svona eftir málum þé hef ég áhuga á að vita hvað þú tækir fyrir það með kostnaði. Gaman að sjá myndir á vinnslustigi
Ef þig langar að smíða annað svona eftir málum þé hef ég áhuga á að vita hvað þú tækir fyrir það með kostnaði. Gaman að sjá myndir á vinnslustigi
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
kominn með LED lýsingu, 21 led held ég.. bæti kannski við og breyti þegar nær dregur mánaðarmótum en fiskana á ég líka eftir......
-
- Posts: 14
- Joined: 30 Apr 2011, 19:10
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
hvernig fiska ertu að spá í
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
sæll, hvað kostaði þetta allt saman í heildina
Re: mitt fyrsta búr, ca 300l
man ekki nákvæmlega kostnað þar sem ég byrjaði á þessu fyrir löngu og enn á ég eftir að ákveða mig með dælu, hitara ofl.
en ca minnir mig að glerið hafi verið um 30.000 (fékk það á góðum prís.. ) álið var á 40.000 beygt fyrir mig en ég setti saman, pólýhúðun fékk ég frítt (fékk álið beygt í hvítu en ekki burstað eins og ég bað um)... skal draga þetta betur saman þegar þetta verður 100%
en ca minnir mig að glerið hafi verið um 30.000 (fékk það á góðum prís.. ) álið var á 40.000 beygt fyrir mig en ég setti saman, pólýhúðun fékk ég frítt (fékk álið beygt í hvítu en ekki burstað eins og ég bað um)... skal draga þetta betur saman þegar þetta verður 100%