Hérna er mín reynsla
tetra tec 1200
kostir:
Gott verð
Lítið bypass
Hljóðlát
Allt filter efni fylgir
góðar skúffur fyrir filter efni
Auðvelt að koma henni í gang
glærar pípur sem fara ofan í búrið
Gallar:
tengi kúplingin hefur verið að leka í sumum tilvikum en þá þarf bara að biðja um nýja
Rena Xp3
Kostir:
Öflug dæla
Lítið bypass
Gallar:
Filterefni fylgir ekki með
Hávær
getur verið leiðindi að koma henni í gang
Eheim (man ekki týpu númer en var lítil tveggja skúffu dæla)
Kostir:
Hljóðlát
Lítið bypass
góðar skúffur fyrir filter dót
Gallar:
Ekkert sem ég get sett út á annað en að hún er dýr en þú ert að fá góða vöru fyrir peninginn og mun endast þér mjög lengi!
Sammála um Rena nema hvað ég kannast ekki við teljandi hávaða og hef aldrei lent í vandræðum með að koma í gang. Hef átt margar Rena.
Einnig eru allir varahlutir til.
Eheim, leiðinlegt að þrífa og koma saman, erfitt að fá varahluti.
Am-top, ágætis dælur fyrir lítin pening (Eheim stæling) en stundum getur maður lent á mánudags eintaki.
Persónulega mæli ég með Rena og tek Tetratec sem næsta kost.
ég er með 2 Rena dælur og er mjög ánægður með báðar, ég kannast ekki við að það heyrist mikið í þeim eða að það sé erfitt að koma þeim af stað en það er galli þetta með filter efnið og mediuna en þetta eru topp dælur og fást á fínu verði á http://petshop.is/
ég er líka með AmTop dælu og hún er til stöðugra vandræða, tekur inn loft og á það til að leka eftir að maður þrífur hana
Last edited by pjakkur007 on 12 Mar 2011, 09:46, edited 1 time in total.