Hrygning hjá Skölum?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Hrygning hjá Skölum?

Post by Agnes Helga »

Jæja, nú er hrygning nr. 2 komin hjá parinu hjá mér. Í hversu mörg skipti finnst fólki skalar hrygna þar til það koma seiði? Þau virðast vera frjó, eru allavega glær og svona. Þau passa þetta vel, eru að kroppa í þau og hugsa um hrognin ásamt því að halda hinum fiskunum frá. Ætti ég að fá mér annan skala svo að sá þriðji lendi ekki alveg í öllu eineltinu eða láta 3 duga?
Er með 220 L búr með 3x skölum, 4x perlugúrömum, 1x kribbi, 1x corydoras, 1x SAE, 1x gullfiskur og 3x ancistrur.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Hrygning hjá Skölum?

Post by Elma »

ef þú ert með aukabúr til að setja hrognin í, þá væri það fínasta ráð ef þú vilt ná einhverju upp.
Hinir fiskarnir og jafnvel skallaparið sjálft á líklega eftir að éta hrognin/seiðin eftir X langan tima.
Seiðin þurfa eitthvað smátt að borða, micro orma t.d, jafnvel eitthvað minna en þá, fyrstu dagana.
Ef þú tekur hrognin, hafðu þá loftstein hjá þeim og hitara og hafðu hitan í 26-27 gráðum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Hrygning hjá Skölum?

Post by Agnes Helga »

Öll búr í notkun núna hjá mér núna, ojæja, tek kannski þá seinna frá þeim þegar ég á laust búr. Að fá par er allavega byrjunin :)

Svo ég spyr, hvað eru micro ormar og hvar fást þeir? Hef bara heyrt um blóðorma.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Hrygning hjá Skölum?

Post by prien »

Agnes Helga wrote:Öll búr í notkun núna hjá mér núna, ojæja, tek kannski þá seinna frá þeim þegar ég á laust búr. Að fá par er allavega byrjunin :)

Svo ég spyr, hvað eru micro ormar og hvar fást þeir? Hef bara heyrt um blóðorma.
Getur kíkt á þetta:
http://www.aquarticles.com/articles/man ... worms.html
Micro orma til að starta þessu auglýsir þú bara eftir hér á spjallinu.
500l - 720l.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Hrygning hjá Skölum?

Post by Agnes Helga »

Takk fyrir :)

Það var búið að éta hluta af hrognunum eftir nóttina, sjáum til hvað gerist. Ætli þessi fari ekki eins og síðasta hrygning
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply