Kex í fiskabúri.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Kex í fiskabúri.

Post by magona »

Ég leyfði börnum mínum að stinga puttunum í búrið (láta fiskana kyssa puttana) og var ekkert voða vel að fylgjast með þeim. Svo þegar þau eru búin þá sé ég að dóttir mín hefur ákveðið að deila kexinu sínu með fiskunum. :shock: Ég fór í snarhasti að reyna fiska það upp með háfi en náði því ekki öllu því að það var orðið vel blautt og molnaði því í sundur. Nú eru fiskarnir að hakka í sig því sem ég náði ekki. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Þetta eru gúbbí, danio, kardinálar og fl. smáfiskar ásamt rækjum. Kexið var maryland súkkulaðibitakex.

Fáránlegt vandamál. :grumpy:
AAAlgjört drama !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Kex í fiskabúri.

Post by Vargur »

Smá kex ætti ekki að saka.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Re: Kex í fiskabúri.

Post by magona »

jæja við skulum vona það.
AAAlgjört drama !
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Kex í fiskabúri.

Post by keli »

Þú kemst amk að því fljótlega :D

Ég held að þetta sé ekkert vandamál.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Re: Kex í fiskabúri.

Post by magona »

Enn er allt sprelllifandi.
AAAlgjört drama !
Post Reply