Ancistriu parið mitt hryngdi loksins í dag, tók eftir því þegar ég var að fara í vatnskipti svo ég ákvað að leyfa þeim að klára.
En á meðan á vatnaskiptunum stóð þá yfirgaf kallinn hellinn með hrognunum og kom sér haganlega fyrir á gamla staðnum sínum, kannist þið við svona??
Ætti ég kannski að ná hrognunum í flotbúr?
bara leifa þeim að vera í friði, seiðin fara ekki úr hellinum fyrr en þau eru alveg búin með kviðpokann.
Veit ekki alveg hvað þetta tekur langann tíma en það eru alveg nokkrir dagar
Hrogning klekjast venjulega eftir svona 3-4 daga, þá sér maður pínulítinn spriklandi spotta úr egginu og 2 augu. Svo þroskast þau í rólegheitum og nota kviðpokann næstu 2 vikurnar eða svo.