Það er ólíklegt að kribbi borði cardinala.
hann er bara að drepa þá, Kribbar einka sér svæði og vilja halda fiskum frá sínu svæði.
Svo eftir að hann drepur einhvern þá er ekki ólíklegt að hann eða aðrir fiskar
borði hræið.
Það er frekar níðingslegt að láta greyið corydorasinn vera enn þarna í búrinu
og með þessa áverka sem hann er með.
Hann á örugglega eftir að fá að finna meira fyrir því frá kribbanum
og drepast á endanum.
Það er að segja ef hann drepst ekki af þessum áverkum sem hann er með nú þegar.
Coryar eiga líka að vera fleiri en fimm saman og sumar tegundir jafnvel fleiri en 10 saman
því að þeir eru hópfiskar. (Social fishes)
Kribbar og corydoras eiga yfirleitt ekki saman, þar sem coryinn er botnfiskur
og kribbinn helgar sér svæði á botninum og vill ekki hafa aðra fiska þar í kring á sínu svæði.
Kribbarnir eru líklega að undirbúa hrygningu og verða því enn árásagjarnari á búrfélaga sína.
kribbinn mun taka þurrmatinn, bara gefðu því tíma, hann borðar þegar hann er svangur.
Myndi taka Coryinn og setja hann í annað búr, ekkert gaman að því að sjá
fiskana sína stressaða og alla í sárum eftir búrfélagana, eða dauða.
Alltaf gott að lesa sér til um hvaða fiskar passa saman áður en maður fær sér þá.
(og hvaða búrstærð og hvaða umhverfi hentar hverri tegund svo fiskarnir séu sáttir og líði
vel í umhverfi sínu)
