350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

eg er að fara að flytja 350 litra saltvatnsburið mitt milli husa og var að velta þvi fyrir ,er hvernig best væri að standa að þvi. Var að velta fyrir mer hversu mikið vatn eg þyrfti að taka með mer. Veit ekki alveg hvað það er mikið af vatni i þvi er með 10 cm lag af sandi og einhver 40 kg af liverock en eg þarf væntanlega að taka eitthvað með mer af ?essu til að fa bakteriufloruna með en þo er mesta floran natturulega i grjotinu og sandinum. Hvað segið þið um það hversu mkið vatn eg ætti að taka? Annað mal er það að i burinu er ljotur frauðplastsbakrunnur sem eg ætla að taka ur og mala svo bakrnninn blaan og þa er það spurning með sandinn, þegar eg tek hann ur rotast abyggilega fullt af drullu og viðbjoði ur honum sem væri flott að losna við aður en hann fer aftur burið. Nu drep eg væntanlega alla bakteriufloru ef eg fer að þvo sandinn með köldu vatni og hafi, eða hvað? Er kanski best að lata drulluna bara með i burið aftur og lata sumpinn sja um að taka drulluna? Ef eg ætlaði ekki að breyta bakrunninum svona myndi eg bara bera burið með sandinum i til að forðast þetta drullurot. öll ráð varðandi flutninga með fiskabur eru vel þegin :) annað sem eg var að spa, vitið þið hvar hægt er að fa heppilegt ilat til að standa i svona, bæði flutnngum og bara til að blanda sjo i. Eg er með tvo 70 litra murbala en þeir eru svo fyrirferðamiklir þ.e. Grunnir og breiðir og svo er ekkert lok a þeim. Dettur helst i hug þessar blau tunnur með rajðu lokunum en veit ekki hvar hægt er að fa nyjar svoleiðis, ekki sniðugt að nota notaða slika ar sem maður veit ekkert i hvað hun hefur verið notuð i gegnum tiðina
Last edited by kristjan on 03 Apr 2011, 17:26, edited 3 times in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú þarft í rauninni ekki að taka neitt af vatninu með þér, en þú þarft að geta blandað vatn áður en þú setur það í búrið. Það er ekki víst að liverock og sandur þoli það að þú blandir með þá í búrinu.

Annars verður þú að taka allt úr búrinu, þám sandinn og flytja búrið alveg tómt. Annars er hætt við að þú brjótir botninn þegar þú flytur það. Svo borgar sig að vera búinn að vinna eins mikið og maður getur, t.d. vera með tilbúið vatn til að setja í búrið hinumegin, vera með staðinn reddí og allt þannig þannig að þetta taki sem stystan tíma.

Það borgar sig líklega að hafa liverock og sand í vatni nema þetta taki mjög stuttan tíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

takk fyrir svarið. Þa er eg ekkert að omaka mig við það að taka mikið vatn með mer,tek bara rett til að hafa sandinn og grjotið i kafi og blanda svo bara nytt.

Þegar eg mala bakhliðina er eg að spa i að nota bara spreybrusa til að losna við að fa pennslastrokunar. Er eitthvað sprey sem er betra að nota en eitthvað annað?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Glerið er alveg slétt þannig að þú sérð penslastrokurnar ekki nema utan á búrinu. Sérð aldrei neitt inní búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

þegar eg hef verið að blanda vatn hef eg alltaf notað kalt vatn oh hitað það upp þar sem hitaveituvatn er óheppilegt. Nu er eg að velta þvi fyrir með hvort eg geti ekki notað heitt vatn ur krananum þar sem það er varmaskptir i husina hja mer þ.e. heita vatnið i krananum hja mer er bara kalt vatn sem hitað er upp i varmaskiptinum. Getur einhver séð eitthvað athugavert við það? Hitarinn hja mer brotnaði nefnilega og þar sem eg nota ekki hitara i burinu þa þarf eg ekki að kapa nyjan ef það er i lagi að nota heitt vatn til blöndunar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef notað hitaveituvatn í búrinu mín, bæði salt og ferskvatns, án allra vandræða. Þannig að varmaskiptir er ekkert vandamál
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

eg flutti allt i dag. Er með liverock i bala asamt vatni og straumdælum og svo sandinn i öðrum bala með vatni i. Var að mala bakliðina i dag þannig eg set burið upp a morgun.

Gerði mælingar a a vatninu i liverock balanum
No3 - 0 ppm
No2 - 0 ppm
Ammonia - 0 ppm
Ph - 8,2
Selta 1,018
Hitastig - 23 graður

Þannig að hiti og selta er alltof lagt en hitt er allt i lagi. Set svona 50 l af þessu vatni i aftur en restina blanda eg bara nyjan sjo
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

Þá er búrið komið upp á ný og ég er búinn að bæta það aðeins með því að smíða á það nýtt lok og rífa svampbakrunnin úr og mála bakhliðina bláa í staðinn. einnig breytti ég uppröðuninni á liverockinu þannig að í stað þess að hafa tvo hóla í miðju búrinu þá staflaði ég því upp að bakhliðinni til að fá meira sundrými fyrir fiska þegar ég fer að bæta þeim við.

nýtt vatn komið í og búrið frekar gruggugt
Image

Gruggið sest og komin mynd á þetta
Image


Vinstra meigin
Image

Hægra megin. Er rosalega sáttur við uppröðunina á liverockinu og finnst þessar sillur sem sjást hér virkilega flottar
Image
Image

Allt búrið
Image
Image
Image

Svo fékk ég mér 5 zebra hermit krabba svona í tilefni flutningana
Image


Ekkert lítill munur eftir að ég málaði bakhliðina bláa en búrið leit svona út fyrir flutninga
Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Enginn smá breyting, mjög flott grjót hleðslan, til hamingju með "Nýja" búrið :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

Takk fyrir. :D
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

jæja þá hefur aðeins bæst í búrið. Fékk í skiptum Toadstool og keipti tvo trúða og furry mushroom. Keipti Liquid reef bætiefni sem á að byggja upp coralline algae, kórala og fleira í þessu er m.a. calcium, strontium, magnesium og Potassium Það verður gaman að sjá hvort einhver munur verður eftir að hafa notað þetta eitthvað.
Það er naumast hvað manni gengur vel í prófalestri :?

Toadstoolinn
Image

furry mushroom
Image
Image

trúðarnir. Keiptir hjá Tjorva. Þetta eru medium :? væri allavega alveg til í að sjá hvernig small eru þá. Þessir eru um 3 cm. Hérna er vatnið orðið svolitið gruggugt vegna þess að ég var að bæta út í þessu liquid reef

Image
Image

Royal blue damsel er eitthvað ósáttur við þessa nýju íbúa. hann er eitthvað að sýna hver á staðinn. Enda búinn að vera einn nokkuð lengi.

Annars gengur allt vel, skimmerinn er loksins farinn að gera eitthvað af viti og svo skipti ég út 80 l. í dag
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Post by kristjan »

sveppirnir eru búnir að stækka töluvert eftir að ég fékk þá á föstudag. sýnist einn vera að skipta sér. Það eru meðal annars komnir á hann tveir ,,munnar"

Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Myndir af sumpnum
Image
Image

Allt gengur rosavel. Búrið orðið allt fagurbleikt eftir að hafa notað reefbuilder í að verða 2 mánuði.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
grilli
Posts: 84
Joined: 13 Jun 2008, 09:25

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by grilli »

Gaman að sjá gamla búrið mitt :) Endilega koma með nýjar myndir!
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Myndir
Image
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Komst yfir skemmtilega myndavel og akvad ad taka nokkrar myndir

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
grilli
Posts: 84
Joined: 13 Jun 2008, 09:25

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by grilli »

Glæsilegt :góður:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by Agnes Helga »

Flott búr hjá þér
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Takk fyrir Agnes

Rækjan var að skipta um ham
Image

Ég var að skipta furry mushroom hjá mér hér sést sárið
Image

Hér er svo sá sem ég klippti af, hann er fastur á steini með tannstöngli þangað til að hann festir sig
Image
Image

Svo er hér finger
Image

og krabbi
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns

Post by kristjan »

Fékk knobbly mushroom í skiptum

nýkomnir í búrið ekki alveg opnir
Image

hér er ég búinn að finna þeim nýjan og betri stað en næ ekki eins góðum myndum af þeim þar sem ég var að róta í búrninu og það er enn smá gruggugt
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

Var að taka frögg af finger, toadstool, knobbly mushroom og furry mushroom

Hérna sjást finger og toadstool fröggin
Image

hér sést hvernig ég reyni að festa knobbly mushroom með neti
Image

toadstool fragg
Image

það sem eftir er af toadstool. Ég skar bara hausinn af
Image

finger fragg
Image

restin af finger var ekki að líka þessi aðgerð
Image

furry mushroom fragg
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

er að fara í smá framkvæmdir :D
ætla að byggja nýjan stand, búa til nýjan sump og pípuleggja uppá nýtt

byrjaði á að setja saman sump. Á bara eftir að setja millispjöldin í. hann er 85x45x40hæð

sumpurinn
Image

millispjöldin
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by Squinchy »

Spennandi :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by S.A.S. »

Alltaf gaman að fá að fylgjast með :góður:
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

leyfði sílíkoninu að þorna í rúmlega 25 tíma og er núna að kanna hvort það haldi vatni. Ekki dropi enn búinn að leka en er samt stressaður ætla að leyfa vatninu að liggja í í nokkra daga til að vera viss. Er aðeins of stressaður yfir þessu, nenni nefnilega ekki að rífa sumpinn í sundur og byrja uppá nýtt.

Image

Ég var að máta hvernig deilispjöldin pössuðu og varð var við það að ég þarf að rúna eitthvað af hornunum á þeim niðri til að þau komist niður á botn. Hvernig á ég að bera mig að við það? er hægt að pússa þetta með sandpappír eða þarf ég glerskera?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by Squinchy »

Sandpappír og þjöl hafa virkað fyrir mig, þarf samt að vera fíngerð þjöl og ekki jugga henni fram og aftur, bara í eina átt
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

er ekki með þolinmæði í svona vinnu :?
ætlaði að leyfa vatninu að vera í í nokkra daga en þar sem ekki var farið að leka nuna ákvað ég að tæma og byrja að setja millispjöldin í. En þá kláraðist sílíkontúpan þannig ég gat ekki klárað en geri það þá bara á morgun og tek svo vatsnprufu nr. 2 8)

Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by kristjan »

allt komið í
Image
350 l. Juwel saltvatnsbúr
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )

Post by S.A.S. »

flott hjá þér en smá tips það er gott að hafa efsta deilispjaldið 1-1.5 cm fyrir neðan efstu brún á sumpnum (myndi ég halda) bara svona til öryggis ef svo ólíklega færi að það stíflist þá flæðir bara yfir deilispjaldið í staðin fyrir yfir sumpinn. en ég held að líkurnar séu ekki miklar ef þú er ekki með svamp á milli eða eitthvað svoleiðis sem gæti stíflað en eins og maður hefur heyrt að ef eitthvað getur farið úrskeiðis í þessu hoppýi þá gerist það á endanum :wink:

annars verður gaman að sjá þetta í notkun hjá þér :góður:
Post Reply