Fiskar sem borða lítið

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
halldorn
Posts: 44
Joined: 20 Mar 2011, 20:01

Fiskar sem borða lítið

Post by halldorn »

hæ ég er með búr með tveim kribbum, 6 cardinal, ca 7 öðrum tetrum 2 skala, 2 anarkistur, SAE og einhverja aðra ryksugu og mér finnst eins og einu fiskarnir sem borða eitthvað séu skallarnir, kribbarnir narta svona 1 og 1 bita. sé tetrurnar aldrei borða. Er með blandaðar pallets, tvær gerðir af flakes, einhver rauð korn sem ég man ekki hvað heitir og svo asidophilus. Þegar ég fékk kribba kallinn fyrst borðaði hann ekkert langan tíma og svo bætti ég við cardinal fyrir svona 2-3 vikum og hann borðaði 2-3 þannig og fékk smá lyst eftir það en bara svona nart.

gef ca 2x á dag litla skammta og skipti út ca 30% af vatni vikulega.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by Vargur »

Hvað er búrið stórt ?
Hvað er hitastigið ?
Hvað er búrið búið að vera lengi í gangi ?

Kribbar eru oft matvandir og borða helst frosna eða þurrkaða blóðorma eða Tetra discus þurrfóður.
Tetrur ættu að éta allt þó sumar tegundir haldi sér til hlés í fyrstu. Eftir 1-2 vikur ættu allir heilbrigðir fiskar að fara að éta flest fóður í búrinu ef allt er eðlilegt.

Eru einhver sjáanaleg einkenni á fiskum sem éta ekki, (td klemdir uggar, blettir eða sár) ?
halldorn
Posts: 44
Joined: 20 Mar 2011, 20:01

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by halldorn »

búrið er 120ltr
hitastigið er 27°c
búið að vera í gangi í 1 mán þetta búr en ég notaði vatn úr búri sem ég var með í svona 35% af þessu

og það eru engin einkenni, finnst bara kribba karlinn heldur litlaus og með svona maga eins og hann hafi lítið borðað ekkert alvarlegt samt. kerlan hrygndi og það komu nokkur seiði en karlinn nennti ekkert að fæla neina fiska frá bara svona. Hef gefið þeim frosna brine shrimp en hann lýtur ekkert alvarlega við henni.

Hef séð kribbakarlinn í litum og það var þegar ég skipti um kribbakerlingu og hann dansaði fyrir hana.

Er með alveg ca 10 plöntur sumar stórar og fullt fullt af hellum.


Gæti ég bætt við öðru pari af einhverjum öðrum dvergsíkliðum og fengið smá action í búrið þannig ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by Elma »

Nei, það er ekki hægt að bæta við öðru pari,
nema þér finnst gama að sjá fiskana berjast og hugsanlega murka lífið úr hvort öðrum :?
Parið sem er fyrir myndir reyna að reka nýja parið í burtu
og stöðugar árásir á nýja parið, myndir bara stressa fiskana og stress er sama sem merki á sjúkdóma.
Og að fiskunum myndi bara líða illa.

Ef þú vilt eitthvað "action", þá mæli ég með að þú skiptir út fiskunum sem þú átt
og fáir þér Malawi síklíður.
En þær þurfa minnsta kosti 180l búr og stærra.
Malawi eru harðgerðir fiskar, mega vera ágætlega margir saman í búri og þola áreiti vel.

En hvernig "Action" vilt þú hafa?

Hefuru prófað að mæla búrið fyrir nitrat, nitrit, ammonia..?

Það getur vel verið að tetrurnar narti í eitthvað þegar þú sérð ekki til.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
halldorn
Posts: 44
Joined: 20 Mar 2011, 20:01

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by halldorn »

já ég held þessu bara eins og þetta er kannski losi mig við skalana.

En ég þarf að kaupa svona test bráðlega.

En ég var að koma heim og kribbakarlinn er kominn í einhvern gír, búinn að tæta gróðurinn í búrinu og er bara að ráðast á allt sem hann nær.


Ég heyrði samt að e´g gæti verið með tvær gerðir af botnsíkliðum ef ég skipti búrinu upp, hef það séð gert einhverntíman.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by Elma »

Búrið þyrfti nú að vera stærra en 120l til að láta það ganga upp.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
halldorn
Posts: 44
Joined: 20 Mar 2011, 20:01

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by halldorn »

Elma wrote:Búrið þyrfti nú að vera stærra en 120l til að láta það ganga upp.
já eflaust...
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: Fiskar sem borða lítið

Post by linx »

Ég hef gert það með apistogramma sikliðum, gekk fínt en kribbar eru árásagjarnari.
Post Reply