green terror/of lítið búr ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
RaggaJons
Posts: 4
Joined: 26 Apr 2011, 15:09

green terror/of lítið búr ?

Post by RaggaJons »

góðan daginn.... ég er enn einn "nýbúinn" hérna og er með spurningu varðandi Green Terror fisk !

Þannig er mál með vexti að ég keypti notað fiskabúr af pari sem var að flytja erlendis, með því fylgdi gróður(plast), hitari, dæla og þessi gullfallegi Green Terror fiskur. Síðar þegar ég fór að leita mér upplýsinga um gripinn þá get ég ekki betur séð en að hann sé í of litlu búri. Búrið er 60 ltr. en kappinn hefur búið við þessar aðstæður í um 2 ár (hélt unga parið sem seldi mér pakkann), nú er ég ofsalega hrifin af þessum tilgerðalega fisk og ég spyr því ykkur vitringana... hvað þarf hann stórt búr og hvað gerist ef fiskar lifa í of litlum búrum til lengdar ???
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Re: green terror/of lítið búr ?

Post by M.Logi »

hann þarf að minsta kost 200 lítra búr
http://www.aquaticcommunity.com/cichlid/grenterror.php
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: green terror/of lítið búr ?

Post by Elma »

fiskar sem eru í of litlum búrum verða "Stunted".
Líkamanir hætta að vaxa, en lífærin halda áfram að vaxa og valda fisknum óbærilegum sársauka og stressi.
Þar sem þetta er frekar árásargjarn fiskur, þá væri hann bara fínn einn sem "pet" fiskur. (oft kallaðir Glass bangers)
þá myndi ég mæla með um 160- 200l búri.
þetta eru fiskar sem geta orðið 20cm.
en ef hann er Stunted, þá er ólíklegt að hann vaxi mikið meira.
En mæli samt með stærra búri fyrir hann en það sem hann er í núna.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
RaggaJons
Posts: 4
Joined: 26 Apr 2011, 15:09

Re: green terror/of lítið búr ?

Post by RaggaJons »

æ það er nú ekki gott að heyra, hefur eitthver áhuga á að kaupa þetta grey af mér vil alls ekki valda honum slíkum óþægindum.... hef sjálf ekki pláss fyrir stærra búr... ég hef kannski ekki mikið vit á þessum skeppnum en mér finnst hann stór glæsilegur, sérstaklega ef maður hefur aðeins fyrir honum þá ljómar hann allur (bókstaflega) en þið fræðingarnir þekkið það vafalaust.
Post Reply