Hæhæ ég var að fá mér tvo gúbbífiska í gær(karl og konu) og ég á bara kúlubúr. Þannig að ég er með þau í kúlubúri og með platgróður og hitara.
Mig langar að fá fleiri fiska og tegundir.
Ætla að fá mér kassalaga búr fljótlega.
Ég er með nokkrar spurningar
1. Geta þau lifað í kúlubúrinu? Hvað lengi?
2. Hvað stórt búr(lítrar) ætti ég að kaupa ? mig langar í marga fiska
3. Þarf ég ekki að kaupa lifandi gróður?
4. Hvaða gróður mæliði með fyrir gúbbí ?
5. Hvað skal gera ef kerlan verður ólétt?
6. Hvað á að gefa þeim mikið að éta og hvað oft á dag?
7. Hvaða fóður er best?
8. Borða þeir ekki plöntur ? Þarf þá að gefa þeim minna fóður?
Vona að einhver geti svarað
Takk fyrir
kveðja
Mekkín
Gúbbíbyrjandi hjálp :)
Re: Gúbbíbyrjandi hjálp :)
Ef þú ert að fá þér marga fiska þá myndi ég fá mér sirka 100-200l búr enn það fer eftir því hvaða fiskaþú ætlar að fá þér
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Gúbbíbyrjandi hjálp :)
fiska sem geta verið með gúbbý í búri og ég ætla ekki að fá mér einhvað rosalega marga bara kanski svona 20 og svo kanski fjölga þeir sér
Re: Gúbbíbyrjandi hjálp :)
já og hvaða tegund af búrum er best? Og hvað stórt fyrir 20 fiska sem fjölga sér?
Re: Gúbbíbyrjandi hjálp :)
Það er alltaf best að vera með sem stærst búr.
Því stærra því betra.
1. þau geta alveg lifað í kúlubúrinu,
bara vera dugleg að skipta um vatn og ekki gefa of mikið.
En bara benda á að kúlubúr er ekki gott fyrir neina fiska!
Mæli eindregið með ferhyrningslaga búrum fyrir fiska!
2. eins og ég sagði fyrir ofan, því stærra því betra.
100l væri fín stærð. (eða stærra)
3. þarft ekkert að kaupa lifandi gróður, en hann gerir samt gagn.
Hann býr til súrefni og tekur burt nitrat.
Hann er gott skjól fyrir seiði og seiðafulla fiska.
Fiskarnir kroppa líka eitthvað í hann.
4. gætir haft eiginlega hvaða gróður sem er.
Vallisneria, java mosi, java burkni og kannski Hornwort væri fínt.
5. þarf ekkert sérstakt að gera, það er alltaf einhver seiði sem sleppa
ef það er nóg af plöntum í búrinu.
En ef þú vilt, þá er hægt að setja hana í seiðanet sem er hengt innan í búrið.
6. mjög lítið, 1-2x á dag
7. grænfóður, þurrkaðir blóðormar af og til.
8. þeiir kroppa í eitthvað sem þeir finna í búrinu, en myndi samt gefa þeim smá 1-2x á dag.
Því stærra því betra.
1. þau geta alveg lifað í kúlubúrinu,
bara vera dugleg að skipta um vatn og ekki gefa of mikið.
En bara benda á að kúlubúr er ekki gott fyrir neina fiska!
Mæli eindregið með ferhyrningslaga búrum fyrir fiska!
2. eins og ég sagði fyrir ofan, því stærra því betra.
100l væri fín stærð. (eða stærra)
3. þarft ekkert að kaupa lifandi gróður, en hann gerir samt gagn.
Hann býr til súrefni og tekur burt nitrat.
Hann er gott skjól fyrir seiði og seiðafulla fiska.
Fiskarnir kroppa líka eitthvað í hann.
4. gætir haft eiginlega hvaða gróður sem er.
Vallisneria, java mosi, java burkni og kannski Hornwort væri fínt.
5. þarf ekkert sérstakt að gera, það er alltaf einhver seiði sem sleppa
ef það er nóg af plöntum í búrinu.
En ef þú vilt, þá er hægt að setja hana í seiðanet sem er hengt innan í búrið.
6. mjög lítið, 1-2x á dag
7. grænfóður, þurrkaðir blóðormar af og til.
8. þeiir kroppa í eitthvað sem þeir finna í búrinu, en myndi samt gefa þeim smá 1-2x á dag.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L