Tók svo pufferana úr búrinu og viti menn, sniglarnir fóru að birtast aftur og það endaði með að ég keypti tvær trúða-botiur. Svo missti ég SAE í costiu-faraldri og þá fór hárþörungurinn að birtast aftur. Ég er líka búinn að vera að kljást við þörung á glerinu, þennan grjótharða sem fer ekki af nema með rakvélablaði, setti hrúgu af brúsknef í búrið en þeir ráða ekkert við þennan þörung.
Jæja hvað með það, þá keypti ég 4 Discus í Dýraríkinu í ágúst, það byrjaði nú ekkert sérlega vel, þeir lágu á botninum fyrstu 2 daganna og átu ekkert, en svo á 3ja degi þá komu þeir fram og byrjuðu að narta í mat. Síðan bætti ég við 6 öðrum og það gekk fínt, þangað til að costían fór að herja á þá, sem ég minntist á áðan. Missti 5 af þeim. Hinir voru vægast sagt veikir, en þeir tórðu. Þegar að þessir 5 sem eftir voru, voru búnir að ná sér var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og fékk ég 7 stykki hjá Guðmundi og einn hjá Kidda. Þessir fiskar átu strax á fyrsta degi og ég er mjög ánægður með þá. Það er frábært fyrir okkur sem erum byrjendur í Discus að það skuli vera fólk á þessu blessaða skeri okkar sem er með mikla reynslu af Discus og er að gera góða hluti í ræktun. Frábært að geta keypt af þeim Discus á fínu verði.
Ég þarf greinilega að fara að gera eitthvað með þessar plöntur, stóra plantan hægra meginn við miðju tók nýlega vaxtarkipp og sama með plöntuna í miðjunni.
Hérna er mynd af þeim daginn eftir að þeir komu í búrið, Þessir 3 ljósu af 7 sem ég fékk hjá Guðmundi. það verður gaman að sjá hvernig þeir eiga eftir að breytast í litum.
Með costíu, sjáiði augun í honum, hélt hann yrði blindur en hann náði sér alveg.