Hefur einhver hérna reynslu af því að setja upp aquaponics kerfi?
Mig langar til að byrja með að prófa að byggja upp kerfi með einum eða tveimur rúmlega hundrað lítra búrum en ég veit ekki alveg hvaða fiska ég ætti að hafa í búrunum.
Gullfiskar eru fínir í þetta. Þetta er stundum vesen samt útaf því að þú getur ekki verið jafn duglegur með næringuna útaf fiskunum. Flestir láta duga að gera svona hydroponic kerfi bara án fiskanna
Já hugmyndin var að sleppa því að láta næringu og láta úrganginn sem kemur frá fiskunum nægja sem næringu fyrir plönturnar. Plönturnar (eða ræturnar þ.e.) hreinsa svo vatnið eins og um tunnudælu væri að ræða.
sindris wrote:Já hugmyndin var að sleppa því að láta næringu og láta úrganginn sem kemur frá fiskunum nægja sem næringu fyrir plönturnar. Plönturnar (eða ræturnar þ.e.) hreinsa svo vatnið eins og um tunnudælu væri að ræða.
Þú verður að setja næringu, annars vantar plöntunum efnin sem þær þurfa til að vinna úrgangsefni fiskanna úr vatninu.
Það er hægt að nota einungis úrganginn úr fiskunum, það er aðeins mismunandi "góður skítur" eftir því hvernig fiska er verið að nota og því hvaða fæði þeir fá.
Það eru bakteríur sem brjóta niður úrgang fiskanna niður og leysa því þau næringar efni sem plönturnar þurfa. Í flestum tilfellum eru öll næringarefni sem plantan þarf en ég hef enn ekki fundið lista yfir næringarinnihald úrgangsins.
Til sameldis henta salat plöntur alveg einstaklega vel því þær þurfa mikið vatn en litla næringu.