400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
nornin
Posts: 8
Joined: 17 May 2011, 15:43
Location: Garðabær

400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by nornin »

Sæl öll.

Ég og kærastinn minn vorum að taka 400 l. búr í "pössun" með:
2 frontosum (13 cm og 11 cm)
2 rope fish (um 23 cm hvor)
4 brúsknefjum (um 8 cm hver)
5 maingano (allir minni en 7 cm)
og 1 fullvaxinn skala.

Við skiptum um 2/3 af vatninu þegar það var flutt til okkar fyrir viku, 1/4 fyrir 4 dögum og svo 10% í dag vegna þess að NO2 og NO3 var frekar hátt.
Við erum með eina tunnudælu, hitara og fengum okkur loftdælu í dag.
Ég setti salt í búrið á föstudaginn og aðeins meira í gær og svo í dag setti ég stress zyme í búrið til að reyna að gera flóruna betri.

Haldið þið að það séu of margir fiskar í þessu búri?
Ættum við að fá okkur lifandi plöntur til að taka upp NO3 og hvaða plöntur ættum við þá að fá okkur?
Ættum við að losa okkur við þennan eina Skala?

Við vitum svo sem ekkert mikið um fiska og ég á örugglega eftir að leita til ykkar oft :)

Andrea.
Andrea
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by Elma »

Fengu þið búrið heim til ykkar?

ef svo er, þá gæti þetta verið að:
1)þegar búrið var flutt, þá voru fiskarnir væntanlega teknir úr því,
og vatnið, en mölin skilin eftir.
Svar a) eitthvað í mölinni er að rotna og veldur þessu.
T.d fóðurleifar...
2) það var of lengi slökkt á tunnudælunni við flutninginn, og jafnvel drullug að auki.
Svar b) ef það var of lengi slökkt, þá drepast góðu bakteríurnar sem eru þar úr súrefninsleysi.
Gæti jafnvel verið mini cycle í gangi í búrinu..
Fiskarnir eru að fá of mikið að borða hjá ykkur?

Myndi allavega byrja að ryksuga botninn og gera vatnssipti í leiðinni, alveg 60%.
passa að vatnið sem er sett í búrið, sé jafnheitt og vatnið er í búrinu.

ef ekkert lagast, þá gera önnur 40% vatnsskipti. (sem sagt daginn eftir)
Passa að gefa fiskunum ekki of mikið meðan á þessu stendur!
og vera bara dugleg að skipta um vatn á meðan á þessu stendur.
30-40% þangað til no2 og no3 mælist ekki.
Gæti tekið einhvern tima að lagast.
Ef búrinu vantar þessu góðu bakteríu, þá væri auðvitað sniðugast
ef þið þekkið einhvern sem er með fiskabúr og gætuð fengið filter efni (drullugt/notað beint úr dælunni)
úr dælunni hjá honum/henniog sett í dæluna hjá ykkur eða jafnvel smá af mölinni.
Þá fjölgar bakterían sér mun hraðar og getur byrjað að eyða þessu leiðinda No2 og No3

Myndi prófa að lesa þetta, hérna

p.s ef það er vond lykt af vatninu, þá er það óeðlilegt.
Það á alltaf að vera bara vatnslykt upp úr fiskabúrum.
og nei, það eru ekki of margir fiskar í búrinu, bara frekar skrítin blanda af fiskum..
Skalinn og rope fiskarnir eiga ekki samleið með afríku síklíðum.
En ef þið viljið bæta við plöntum í búrið, veljið þá Risa vallisneriu og plantið þeim
þar sem fiskarnir geta ekki grafið þær upp.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
nornin
Posts: 8
Joined: 17 May 2011, 15:43
Location: Garðabær

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by nornin »

Takk kærlega fyrir leiðbeiningarnar.
Við fengum búrið, mölina, 1/3 af gamla vatninu en það var slökkt á tunnudælunni í svona 2,5 tíma, er það nóg til að drepa bakteríurnar?

Við höfum verið að gefa þeim 2 kubba af moskító lirfum á kvöldin og svo smá cichlid omni flakes á morgnana, ekki meira en þeir geta étið á svona 3 mínútum... við gáfum reyndar of mikið af flögunum fyrstu 2 dagana á meðan við vorum að fatta magnið sem þeir þurfa.

Við fórum í Fiskó í dag og fengum 3 mæli strimla (þeir virðast vera uppseldir, veit einhver hvar við getum fengið þá?) og ég mældi búrið rétt áðan og það er mikið betra en í gær :D

Ég er búin að skipta um 10% af vatninu í dag og ætla að gera það líka á morgun og reyna að ryksuga upp af botninum í leiðinni... það er smá skítur að safnast fyrir, sérstaklega úr stærri frontósunni.

Ég veit að þetta er skrítin blanda, en þau voru búin að vera með þetta svona í 2 ár án vandræða svo við höldum því bara áfram :)

Enn og aftur, takk :)
Andrea
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by Elma »

það var lítið,

Myndi svo skipta um meira vatn í framtíðinni,
þó að búrið sé stórt og margir lítrar.
t.d næst þegar þú skiptir um vatn, gerðu þá 30%.
og svo einhvern tíman stór vatnsskipti, alveg 60%.
Fiskarnir eiga efitir að verða svo ánægðir.
Bara passa að vatnið sem fer í búrið sé jafnheitt og vatnið sem er í búrinu.
Má jafnvel vera aðeins svalara en ekki meir en 1-2 gráður.
Með því að skipta um vatn, þá ertu að þynna út eiturefnin sem eru í vatninu,
sem sagt No2, No3 og NH3.

Grunar að þið séuð ekki að nota slöngu til að skipta um vatn í búrinu?

myndi þá lesa þetta

Megið svo endilega koma með myndir af búrinu og setja annað hvort í Síklíður eða Almennar umræður :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
nornin
Posts: 8
Joined: 17 May 2011, 15:43
Location: Garðabær

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by nornin »

Við erum með slöngu til að dæla upp úr, en þurfum að fá okkur aðra til að láta renna ofan í :)
Reikna alveg með að við verðum að "passa" þetta búr í svona 1-2 ár svo það er alveg eins gott að koma sér bara í gírinn og taka þetta alvarlega 8)
Mér hafa alltaf fundist fiskar mjög falleg og skemmtileg dýr svo ætli það endi ekki með að ég verði "fiska-nöttari" :lol:
Andrea
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by Elma »

það þarf bara eina slöngu :)

fyrst dæluru því vatni sem þú vilt úr, t.d í sturtubotn..
svo tengiru bara slönguna við krana þegar þú fyllir á.

fiskar eru mjög skemmtilegir til þess að fylgjast með.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
nornin
Posts: 8
Joined: 17 May 2011, 15:43
Location: Garðabær

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by nornin »

Æi, þetta kom vitlaust út :)
Við erum með svona ryksugu til að dæla upp úr, hún er svona sirka 150 cm á lengd og nær í niðurfall, en það eru svona 7 metrar í næsta krana :-)

Þetta hljómaði eins og ég væri hálfviti :p
Andrea
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 400 l. búr með síklíðum ofl. Nitrit vandamál!

Post by Elma »

:lol: :lol: :lol:

já þetta hljómaði frekar kjánalega

:-)

ég held þá að það sé málið að fá sér aðra slöngu :wink:
vatnsskiptin eiga eftir að verða mun auðveldari og skemmtilegri.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply