Fengu þið búrið heim til ykkar?
ef svo er, þá gæti þetta verið að:
1)þegar búrið var flutt, þá voru fiskarnir væntanlega teknir úr því,
og vatnið, en mölin skilin eftir.
Svar a) eitthvað í mölinni er að rotna og veldur þessu.
T.d fóðurleifar...
2) það var of lengi slökkt á tunnudælunni við flutninginn, og jafnvel drullug að auki.
Svar b) ef það var of lengi slökkt, þá drepast góðu bakteríurnar sem eru þar úr súrefninsleysi.
Gæti jafnvel verið mini cycle í gangi í búrinu..
Fiskarnir eru að fá of mikið að borða hjá ykkur?
Myndi allavega byrja að ryksuga botninn og gera vatnssipti í leiðinni, alveg 60%.
passa að vatnið sem er sett í búrið, sé jafnheitt og vatnið er í búrinu.
ef ekkert lagast, þá gera önnur 40% vatnsskipti. (sem sagt daginn eftir)
Passa að gefa fiskunum ekki of mikið meðan á þessu stendur!
og vera bara dugleg að skipta um vatn á meðan á þessu stendur.
30-40% þangað til no2 og no3 mælist ekki.
Gæti tekið einhvern tima að lagast.
Ef búrinu vantar þessu góðu bakteríu, þá væri auðvitað sniðugast
ef þið þekkið einhvern sem er með fiskabúr og gætuð fengið filter efni (drullugt/notað beint úr dælunni)
úr dælunni hjá honum/henniog sett í dæluna hjá ykkur eða jafnvel smá af mölinni.
Þá fjölgar bakterían sér mun hraðar og getur byrjað að eyða þessu leiðinda No2 og No3
Myndi prófa að lesa þetta,
hérna
p.s ef það er vond lykt af vatninu, þá er það óeðlilegt.
Það á alltaf að vera bara vatnslykt upp úr fiskabúrum.
og nei, það eru ekki of margir fiskar í búrinu, bara frekar skrítin blanda af fiskum..
Skalinn og rope fiskarnir eiga ekki samleið með afríku síklíðum.
En ef þið viljið bæta við plöntum í búrið, veljið þá Risa vallisneriu og plantið þeim
þar sem fiskarnir geta ekki grafið þær upp.