kuðungar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
viddi0606
Posts: 14
Joined: 24 Apr 2011, 14:23

kuðungar

Post by viddi0606 »

Hæ hæ
Er í vandræðum eð helv. kuðungana sem koma óbeðnir í búrið hjá mér...hvað er til ráða?

viddi0606
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Ég býst við að þú sért að meina sniglaplágu, það eru margar aðferðir við henni t.d bótíur sem borða snigla aðrir sniglar assasin sem borða þá, pufferar útrýma þeim á mjög stuttum tíma, persónulega finnst mér einfaldast að hafa svona sebra bótíu minnir að þær heiti yoyo þær ganga eiginlega með öllum öðrum fiskum en t.d pufferarnir þegar þeir eru búnir með sniglana geta þeir farið að narta í aðra fiska, vona að þetta hjálpi eitthvað :=)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
viddi0606
Posts: 14
Joined: 24 Apr 2011, 14:23

Re: kuðungar

Post by viddi0606 »

Hæ hæ
Takk fyrir aðstoðina (svarið)
Já er að meina sniglaplágu ... er nóg fyrir mig að kaupa eina yoyo ?

Kv
viddi0606
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Það hefur dugað í 130 l búrinu hjá mér að hafa bara eina, hún eyðir þeim ekki algjörlega en heldur þeim svo mikið niðri að það er bara hending að ég sjái snigla í því búri.
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: kuðungar

Post by Agnes Helga »

Þetta eru samt hópfiskar, una sér best 5 + saman hef ég lesið og sumar geta orðið ansi stórar :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Þessar bótíur verða svo stórar að ég er ekki að fara setja 5 í 130 l búr svo kosta þær rúmlega 2 þ stk , en ég er með fleiri tegundir af bótíum sem þessi leikur sér við og þær stækka ekki svona mikið og kosta miklu minna og þetta virkar bara fínt :)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: kuðungar

Post by Agnes Helga »

Verða þær of stórar í 130 L og dýrar en stækka ekki svona mikið? Skil þetta ekki alveg hjá þér.
En já, þá ertu samt með fleiri bótíur með henni þó að hún sé ein sinnar undirtegundar. (T.d. með tetrur, getur maður verið með nokkrar neon, nokkrar cardinála, white tip og fl. en þær halda hópinn því þær eru svo svipaðar)

Hvað með Kuhli ála? Þeir éta líka snigla er það ekki? Minnist þess að ég hafi lesið það ef búrstærðin hjá vidda hentar ekki?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Taka eftir kommunum, hinar bótíurnar stækka semsagt ekki jafn mikið og yoyo, þú getur líka prufað að lesa hægar ef það hjálpar þér að skilja betur hehe ;)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: kuðungar

Post by Agnes Helga »

Skil þetta alveg ágætlega þakka þér fyrir og ég tók ekki eftir kommunni enda ekki með gleraugun á mér þegar ég var að lesa þetta áðan en lestrarhraðinn og lesskilningurinn er alveg í góðu lagi.

Hann var að tala um aðeins eina staka yoyo bótíu sem unir sér best að vera í hóp, hvað ertu með stórt búr Viddi0606 og ertu með það stórt að það henti 5 stk yoyo fyrst þær verða svolítið stórar?
viddi0606 wrote:Hæ hæ
Takk fyrir aðstoðina (svarið)
Já er að meina sniglaplágu ... er nóg fyrir mig að kaupa eina yoyo ?

Kv
viddi0606
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Re: kuðungar

Post by litla rjúpa »

Ég er líka með þann vanda sem að tengis sniglaplágu..
og eru þetta litlir brúnir kuðungar,sem að fjölga sér eins og kanínur !
sé svona hrognaklessur um allt búr sem ég tek,því ég vil ekki alla þessa snigla..
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Jú nákvæmlega þeir ;)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: kuðungar

Post by Vargur »

Yoyo bótiur verða sjaldnast stærri en 10 cm og því hentugar í lítil búr (+80 lítra).
Þó bótíur séu hópfiskar þá geta friðsamari tegundir af þeim vel verið einar í búri og unað sér vel.
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Re: kuðungar

Post by litla rjúpa »

En hvað á maður að gera til að losna við þetta ?
Get ég ekki fengið mér eitthvað sem að étur hronging svo þetta fjölgi sér ekki ?
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: kuðungar

Post by Tango »

Sko...já og nei....sverðdragaseiðin hjá mér eru mjög dugleg við að éta eggin en þau ná þeim aldrei öllum svo það munu alltaf koma sniglar en þá tekur yoyo við hún heldur sniglunum alveg niðri
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Re: kuðungar

Post by magona »

Vil benda það að bótíur passa ekki með smáfiskum eða rækjum. Mælið frekar með assassin ef verið er að tala um þess konar búr. :)
AAAlgjört drama !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: kuðungar

Post by Elma »

Yoyo bótíur passa með smáfiskum.
Hef aldrei lent í veseni með þær
og hef verið með þær í þrem búrum þar sem smáfiskar
af öllum gerðum voru í, tetrur, guppy, sverðdragar...
Yoyo eru líka mjög duglegar sniglaætur,
en ég myndi mæla með ekki færri en en þrem í hvert búr.
Auðvitað fer það eftir stærð búrsins hve margar komast,
en þær verða ekki það stórar og stækka ekki það hratt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply