Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu? (Búið að laga þetta)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu? (Búið að laga þetta)

Post by liljanco »

Getu einhver sagt mér hvað er mikill hávaði í þessum dælum? Ég er með eina nýa og mér finnst hún svo hávær. Svona hálfgerðir skruðningar í henni og þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær. svona einsog það séu farnar legur "þannig hlóð" Er þetta eðlilegt? Hv: Gústi

(Vargur lét mig fá nýjan haus á dæluna og núna er hún flott! Malar einsog kettlingur :D )
Last edited by liljanco on 08 Jul 2011, 13:01, edited 2 times in total.
kv: Gústi
846-0606
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by Ási »

Þetta gerðist við mig einu sinni en svo fann ég loftbólur inní henni og þáhætti þetta
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by pjakkur007 »

þetta eru mjög líklega bara loftbólur
það er auðvelt að losna við þær með því að slökkva á henni og fylla á í gegnum áfyllingastútin á bakrásarslönguni
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

[þetta eru mjög líklega bara loftbólur
það er auðvelt að losna við þær með því að slökkva á henni og fylla á í gegnum áfyllingastútin á bakrásarslönguni]
Laungu búinn að því "fylla á í gegnum áfyllingastútin"og líka hrista hana alla til og frá en ekkert breytist. kv: Gústi
kv: Gústi
846-0606
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

Eiga þessar dælur ekki að vera nánast alveg hljóðlausar. Ekki rétt? kv: Gústi
kv: Gústi
846-0606
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by Tango »

Ég lennti í þessu sama með mína dælu en ég smellti bara garðslöngunni uppá inntakið og fyllti dæluna af vatni og þá datt þetta í lag, það á ekki að heyrast neitt í þessum dælum ég er með mína við búr inní svefnherbergi og heyri ekkert í henni :)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

Takk fyrir svörinn. kv:Gústi
kv: Gústi
846-0606
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by Squinchy »

Ekki alveg hljóðlátasta dælan á markaðnum
liljanco wrote:þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær
en þú ert örugglega að fá þetta hljóð vegna kranans sem þú ert að minka flæðið með, það setur aukið álag á rótorinn og hann fer að rembast með tilheyrandi hljóðum, opna bara alveg fyrir kranann og nýta dæluna til fulls
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by Guðjón B »

Það var svona skrölt í dælunni minni í fyrir einu og hálfu ári og þá var það rótorinn sem far ónýtur, gatið í gegnum hann var orðið egglaga!!
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

Guðjón B wrote:Það var svona skrölt í dælunni minni í fyrir einu og hálfu ári og þá var það rótorinn sem far ónýtur, gatið í gegnum hann var orðið egglaga!!
Það gæti verið málið. Þetta er allavega ekki einsog það á að vera. Þetta er alveg ný dæla er ekki ábyrgð á svona einsog öðrum rafmagnstækjum? Spyr sá sem ekki veit. kv: Gústi
kv: Gústi
846-0606
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

Squinchy wrote:Ekki alveg hljóðlátasta dælan á markaðnum
liljanco wrote:þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær
en þú ert örugglega að fá þetta hljóð vegna kranans sem þú ert að minka flæðið með, það setur aukið álag á rótorinn og hann fer að rembast með tilheyrandi hljóðum, opna bara alveg fyrir kranann og nýta dæluna til fulls
Nei ég er nefnilega með skrúfað alveg frá krananum. kv: Gústi
kv: Gústi
846-0606
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by Andri Pogo »

2 ára ábyrgð á öllum rafmagnstækjum síðast þegar ég vissi
-Andri
695-4495

Image
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by jonsighvatsson »

ég er með xp3, það heyrist eitthvað smá hljóð eins og vatn að drippla . Annars mega góð dæla miðað við am-top
User avatar
liljanco
Posts: 31
Joined: 09 Apr 2011, 22:22
Location: Reykjavík

Re: Óhljóð í Rena XP 4 Tunnudælu?

Post by liljanco »

Takk fyrir öll svörin

Dælan orðin flott allt annað hlóð í henni núna eftir að ég fékk annan haus á hana. Takk fyrir þetta Hlynur "Vargur"
kv: Gústi
846-0606
Post Reply