Getu einhver sagt mér hvað er mikill hávaði í þessum dælum? Ég er með eina nýa og mér finnst hún svo hávær. Svona hálfgerðir skruðningar í henni og þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær. svona einsog það séu farnar legur "þannig hlóð" Er þetta eðlilegt? Hv: Gústi
(Vargur lét mig fá nýjan haus á dæluna og núna er hún flott! Malar einsog kettlingur )
Last edited by liljanco on 08 Jul 2011, 13:01, edited 2 times in total.
þetta eru mjög líklega bara loftbólur
það er auðvelt að losna við þær með því að slökkva á henni og fylla á í gegnum áfyllingastútin á bakrásarslönguni
[þetta eru mjög líklega bara loftbólur
það er auðvelt að losna við þær með því að slökkva á henni og fylla á í gegnum áfyllingastútin á bakrásarslönguni]
Laungu búinn að því "fylla á í gegnum áfyllingastútin"og líka hrista hana alla til og frá en ekkert breytist. kv: Gústi
Ég lennti í þessu sama með mína dælu en ég smellti bara garðslöngunni uppá inntakið og fyllti dæluna af vatni og þá datt þetta í lag, það á ekki að heyrast neitt í þessum dælum ég er með mína við búr inní svefnherbergi og heyri ekkert í henni
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
liljanco wrote:þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær
en þú ert örugglega að fá þetta hljóð vegna kranans sem þú ert að minka flæðið með, það setur aukið álag á rótorinn og hann fer að rembast með tilheyrandi hljóðum, opna bara alveg fyrir kranann og nýta dæluna til fulls
Guðjón B wrote:Það var svona skrölt í dælunni minni í fyrir einu og hálfu ári og þá var það rótorinn sem far ónýtur, gatið í gegnum hann var orðið egglaga!!
Það gæti verið málið. Þetta er allavega ekki einsog það á að vera. Þetta er alveg ný dæla er ekki ábyrgð á svona einsog öðrum rafmagnstækjum? Spyr sá sem ekki veit. kv: Gústi
Squinchy wrote:Ekki alveg hljóðlátasta dælan á markaðnum
liljanco wrote:þegar ég minka flæðið í búrið með krananum sem er á rörinu í búrinu þá verður hún verulega hávær
en þú ert örugglega að fá þetta hljóð vegna kranans sem þú ert að minka flæðið með, það setur aukið álag á rótorinn og hann fer að rembast með tilheyrandi hljóðum, opna bara alveg fyrir kranann og nýta dæluna til fulls
Nei ég er nefnilega með skrúfað alveg frá krananum. kv: Gústi