Vantar ráð um Vallesneriu

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Ég er með smá Vallesneriu í 54 lítra búri og ég var að spá að þegar að plantan er orðin of há hvort að það sé ekki í lagi bara að klippa ofan af henni til að minnka hana?
Og einnig hvort að ég geti fest afklippurnar í botni og hvort þær vaxi eða rotni bara ?
Og er Vallesneria ekki fljót að vaxa ?

Væri gott að fá smá upplýsingar ! Ég er með nýlega peru sem að er kveikt á í c.a. 8 tíma á dag.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Ási »

það er allt í lagi að klippa ofan af þeim
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

En koma rætur út frá afklippunum ef þú festir þá í sandinn ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Agnes Helga »

Nei, blöðin rotna bara ef þú stingur þeim niður. Valinsnera er frekar fljót að vaxa og í góðu lagi að klippa svolítið ofan af henni ef hún sé farin að vera of löng.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Okei takk fyrir það ;D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Jakob »

Valisnerian fjölgar sér samt mjög hratt með afleggjurum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Með að klippa þá af henni og setja niður í mölina ? eða ? aðrir segja að þeir rotni, en hversu hratt eruð þið að tala um að þessi planta vaxi ? sér maður mun eftir viku ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by unnisiggi »

þær spíra sjálfar útfrá sér undir sandinum svo kemur lítil spíra uppur sandinum svona 5 cm frá móðurplöntuni svo önnur 5 sentimetra frá þeiri og svo framvegis hjá mér eru þær stundum að vaxa um 10-15 cm á viku og ég er ekki með co2 né góða lýsingu
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Já ókei, ég er alveg nýr í þessu fiskadóti! Ég er ekki með Co2, bara venjulega peru og enga næringu í mölini fyrir plöntuna.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Mér finnst eins og að allir endarnir sem ég klippti af vaxi ekkert aftur og rotni frekar :S Endarnir eru orðnir hálf brúnir.. ég efast um að það sé það sem á að gerast :S
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by pjakkur007 »

þá vantar ljós hjá þér. ég myndi fá mér gróðurperu í búrið
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

En samt er lítil planta að vaxa út frá rótum af annarri plöntu, gæti ég haft ljósið lengur? myndi það hjálpa til ég er með það 8-9 tíma á dag.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by pjakkur007 »

ég held að þig vanti ekki lengri ljósatíma heldur kröftugra ljós.
þetta með að plantan sé að fjölga sér er bara eðlilegt hún heldur því áfram á meðan hún drepst ekki
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by guns »

Frikki21 wrote:Mér finnst eins og að allir endarnir sem ég klippti af vaxi ekkert aftur og rotni frekar :S Endarnir eru orðnir hálf brúnir.. ég efast um að það sé það sem á að gerast :S
þú átt ekki að stinga afklippunum aftur í mölina, plantan fjölgar sér ekki þannig.

Ekki vera að stressa þig yfir því að hún fjölgi sér hægt, reyndu að bæta lýsinguna og vertu duglegur við vatnaskipti... þá ætti þetta að koma fljótt hjá þér.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

ég þarf að fjárfest í betri peru! Get ég ekki bara gert það í Fiskó, ég hef alltaf farið þangað, eru þeir með svona sérstakar perur ? og er ekki best ef að ég klippi þetta hálf rotna dót af ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Ég er með 15W peru í 54 lítra búri, það stendur á miða á lokinu að 15w pera sé ætluð ljósastæðinu,, get ég þá ekkert fengið betri peru ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by unnisiggi »

jú en hun verður að vera gróðurper
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

já ókei, en plantan ætti alveg að lifa af nokkra daga ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by unnisiggi »

er hun ekki búin að gera það hingað til hjá þér hvað ertu búinn að vera með þetta lengi í gangi þetta bur
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Plantan var c.a. viku í 25l búri og það gekk vel hún var reyndar ekki byrjuð að fljölga sér, en núna er plantan búin að vera í eina og hálfa viku í 54 lítra búri, myndi svona gróður næring hjálpa til sem að maður setur í botninn ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Vantar ráð um Vallesneriu

Post by Frikki21 »

Fór og keypti mér gróðurperu, sjáum hvort það virki ! :D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Post Reply