Hæhæ,
Ég er líklega að fara út á land á næstu dögum og verð þar í c.a. 3 vikur. Hvernig er best að ganga frá búrinu? Ég gæti beðið e-rn um að kíkja við og gefa fiskunum, en mér finnst heldur gróft að fá fólk til að koma á hverjum degi. Hvað hafið þið verið að gera?
Í búrinu (160l) eru bara 9 neontetrur, 2 bótíur og salamandra eins og er. Ég er ekki með tunnudælu.
Sumarfrí - umönnun á búri á meðan
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: Sumarfrí - umönnun á búri á meðan
það væri nóg að biðja eitthvern um að koma 1x í viku og gefa uþb dagsskamt af fóðri. en gerðu góð vatnsskipti áður en þú ferð...
það er ágætt að vera búin að gera fóðurskamtana tilbúnna áður en þú ferð þannig að það sé ekki gefið of mikið þá á þetta að sleppa
það er ágætt að vera búin að gera fóðurskamtana tilbúnna áður en þú ferð þannig að það sé ekki gefið of mikið þá á þetta að sleppa
Re: Sumarfrí - umönnun á búri á meðan
Hreinsaðu líka hjá þér dæluna, þannig að hún fari nú ekki að stíflast á meðan.
500l - 720l.
Re: Sumarfrí - umönnun á búri á meðan
Frábært, takk fyrir.