Ég keypti mér flotplöntu fyrir nokkrum mánuðum og með henni komu nokkrir sniglar. Sniglarnir hafa svo sem aldrei farið neitt í taugarnar á mér, enda hef ég reynt að hreinsa þá úr búrinu þegar þeir eru farnir að fjölga sér um of. En. Um daginn tók ég eftir því að 2 skalar voru farnir að vera frekar aggressívir við hina 2 skalana sem ég er með, svo ég kippti þeim upp úr og setti þá í lítið búr sem ég var með seiði í áður. 3 dögum seinna (á fimmtudaginn síðasta) voru þeir búnir að hrygna. Ég veiddi þá upp úr aftur, svo þeir myndu ekki éta hrognin. Þeir vörðu þau reyndar mjög vel, en ég þorði ekki að taka neinn séns á að þau færu að kjamsa á þeim. Ég var svo ekki heima um helgina, en þegar ég kom heim í gærkvöldi og bjóst við að sjá kannski nokkur seiði, varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Öll hrognin voru horfin og ekki eitt einasta seiði sjáanlegt. Ég bjóst nú við að einhver þeirra hefðu verið ófrjó og ekki klakist, en það var ekki eitt einasta eftir. Því spyr ég, er einhver séns á því að sniglarnir hafi étið hrognin? Og er einhvern veginn hægt að útrýma þessum sniglum? Ég hef séð þræði þar sem mælt er með bódíum en sá ekkert sem útrýmir þeim alveg. Og þarf ég þá kannski að skipta út öllum gróðrinum mínum, til að losna við eggin, eða eru eggin ekki þar? Sniglarnir eru neflinlega komnir í öll búrin mín (3 stk.) og ef þeir éta skalahrognin eru ansi litlar líkur á að ég nái að koma upp skölum, en það er eitthvað sem mig langar rosalega að prófa.
Bestu kveðjur, Óskar
sniglar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: sniglar
Og já, hefur einhver reynslu af Anentome helena til að vinna á sniglunum?
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: sniglar
hvað eru búrin hjá þér stór? hvað var í búrinu annað en skalarnir sem hryngdu?
Re: sniglar
Í búrinu sem skalarnir hrygndu í voru engir aðrir fiskar. Bara sniglar og smá af mosa og svo skip sem þeir hrygndu á. Búrin eru 74 l. 80 l. og ca 40 l. Þeir hrygndu í 40 l. búrið
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: sniglar
ef hrognin hafi náð að klekjast þá eru seiðin væntanlega í mosanum eða í skugga inní skipinu!!! ég hef ekki heyrt nein dæmi um það ennþá að plágusniglar éti hrogn.
ég myndi prufa að bíða í viku 10 daga og sjá hvað gerist
ég myndi prufa að bíða í viku 10 daga og sjá hvað gerist
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Re: sniglar
Allir með þessa assasin snigla á heilanum.. örugglega ódýrara að kíkja á tjörva og verða sèr út um kopar bætiefni , það stein drepur alla sniglaskratta
Re: sniglar
Takk kærlega fyrir svörin, kíki á Tjörva og fæ þetta kopar bætiefni til að losna við þessi kvikindi!
Re: sniglar
Assasins virka nú líka bara mjög vel.
Er með 5stk af þeim í 240L búri og þeir
útrýmdu öllum plágusniglunum á stuttum tíma.
Ef þú ert með kröftuga dælu í búrinu þá gætu þau hafa
sogast inn í hana.
Ef einhver hrognana hafa verið ófrjó,
þá kemur fungus í þau og fungusinn dreyfist
þá yfir í frjóu hrognin og skemmir þau.
Ef enginn annar fiskur er í búrinu, t.d ancistra?
og bara sniglarnir.. þá myndi ég halda að þeir hefðu étið hrognin..
Ef þú ætlar að ala upp seiði, þá er mun betra að hafa seiðin í stærra búri en 40l.
Því stærra því betra.
Og svo eru 40-80l búr allt of lítið fyrir fullorðnu skallana.
Er með 5stk af þeim í 240L búri og þeir
útrýmdu öllum plágusniglunum á stuttum tíma.
Ef þú ert með kröftuga dælu í búrinu þá gætu þau hafa
sogast inn í hana.
Ef einhver hrognana hafa verið ófrjó,
þá kemur fungus í þau og fungusinn dreyfist
þá yfir í frjóu hrognin og skemmir þau.
Ef enginn annar fiskur er í búrinu, t.d ancistra?
og bara sniglarnir.. þá myndi ég halda að þeir hefðu étið hrognin..
Ef þú ætlar að ala upp seiði, þá er mun betra að hafa seiðin í stærra búri en 40l.
Því stærra því betra.
Og svo eru 40-80l búr allt of lítið fyrir fullorðnu skallana.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: sniglar
Já þetta 40 l búr er bara aukabúr, lítið notað nema þegar eitthvað kemur uppá. Er að fara að flytja eftir ca. mánuð og er kominn með stærra búr fyrir skallana sem ég set upp eftir flutningana. Takk fyrir svörin og ábendingarnar