hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by ibbman »

Nuna var ég að spá, hvað er það sem mælir gegn því að fólk noti íslensk kötlusalt í stað salts sem er keypt í dýrabúðum ??

25kg af kötlusalti kostar innan við 3 þúsund krónur á meðan "dýrabúða" salt kostar ca 1 þús kall kílóið

Þessi spurning er eingöngu til að svala minni forvitni :)
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by ellixx »

notaði svona kötlu salt vegna blettaveiki sem kom upp hjá mér , ekkert vesen....
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by siamesegiantcarp »

held að það myndi ekki ganga upp í sjávarbúri, það er margt annað en salt í þessu dufti sem þú kaupir á 1000kr kilóið

eina sem virkar (af því sem ég best veit) fyrir utan að nota það duft er að sækja sér sjó, og sía hann áður en þú setur hann út í
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by ibbman »

Já þetta er spurning og væri fróðlegt að gera tilraunir á þessu :)
Þá kemur önnur spurning upp hjá manni, er þá ekki sniðugt að nota bara íslenskt sjávarsalt ?
Ég trúi bara ekki að það sé svona mikill munur á saltinu, væri samt mjög gaman ef fróðari menn mundu útskýra þetta fyrir mér/okkur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by keli »

ellixx wrote:notaði svona kötlu salt vegna blettaveiki sem kom upp hjá mér , ekkert vesen....
Þú ert í vitlausum þræði. Þetta er saltvatnsspjallið - ekki verið að tala um ferskvatnsfiska :)


Það gengur ekki að nota kötlusalt í staðinn fyrir salt sem er sérstaklega blandað fyrir sjávarbúr. Það eru endalaust mörg efni sem vantar í kötlusaltið sem eru í blandaða saltinu og eru nauðsynleg fyrir fiska, þörung, kóralla og í raun öll sjávardýr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by Squinchy »

Rock salt gengur ekki en sjáfar salt gæti virkað, það er framleitt á svipaðan máta og fiskabúrssalt
Kv. Jökull
Dyralif.is
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by unnisiggi »

hvar kaupir maður samt 25kilo af kötlusalti á 3000 mig vantar svoldið af salti
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by ibbman »

Í kötlu uppi á höfða / árbæ
Húsið við hliðina á Artic Trucks
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by unnisiggi »

cool takk
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Baldur
Posts: 11
Joined: 13 Jan 2011, 21:54

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by Baldur »

ibbman wrote:Nuna var ég að spá, hvað er það sem mælir gegn því að fólk noti íslensk kötlusalt í stað salts sem er keypt í dýrabúðum ??

25kg af kötlusalti kostar innan við 3 þúsund krónur á meðan "dýrabúða" salt kostar ca 1 þús kall kílóið

Þessi spurning er eingöngu til að svala minni forvitni :)
Last edited by Baldur on 23 Mar 2011, 22:17, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by keli »

Baldur wrote:Já það er hægt að nota Kötlu sjávarsalt. Ég man ekki verðið en það er 100-200kr. kg. í matvörubúðum.

ibbman wrote:Nuna var ég að spá, hvað er það sem mælir gegn því að fólk noti íslensk kötlusalt í stað salts sem er keypt í dýrabúðum ??

25kg af kötlusalti kostar innan við 3 þúsund krónur á meðan "dýrabúða" salt kostar ca 1 þús kall kílóið

Þessi spurning er eingöngu til að svala minni forvitni :)
Nei. Það er ekki hægt að nota kötlusalt í saltvatnsbúrum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by ibbman »

keli wrote:
Baldur wrote:Já það er hægt að nota Kötlu sjávarsalt. Ég man ekki verðið en það er 100-200kr. kg. í matvörubúðum.

ibbman wrote:Nuna var ég að spá, hvað er það sem mælir gegn því að fólk noti íslensk kötlusalt í stað salts sem er keypt í dýrabúðum ??

25kg af kötlusalti kostar innan við 3 þúsund krónur á meðan "dýrabúða" salt kostar ca 1 þús kall kílóið

Þessi spurning er eingöngu til að svala minni forvitni :)
Nei. Það er ekki hægt að nota kötlusalt í saltvatnsbúrum.

Fyrir mína hönd hefðiru alveg eins getað slept þessu svari fyrst það komu engin rök :wink:
Baldur
Posts: 11
Joined: 13 Jan 2011, 21:54

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by Baldur »

ég sel það ekki dýrara en....

Strákur sem ég þekki prufaði þetta fyrir rúmum fjórum mánuðum í 120 lítra búri. Trúðabúr með einhverjum kóröllum og þetta er rosalega flott hjá honum og hann kaupir bara sjávarsalt í matvörubúðum frá Kötlu, en hann tók það fram við mig að þetta væri ekki rock salt, þá má ekki nota það.

En já ég vona að Keli komi með útskýringar.... :?:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by keli »

Það eru svo mörg efni í blönduðu sjávar salti sem er ekki að finna í kötlu salti. Það gæti hugsanlega gengið fyrir auðvelda fiska, en ekki fyrir lindýr. Það eru til ótal margir þræðir um þetta á reefcentral.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by linx »

Ég er sammála Kela, kötlusaltið er einfaldlega ekki framleitt fyrir sjávarfiska og eins ef að þú færir að éta sjáfarsaltið sem að við notum endarðu örugglega uppá spítala.
hinsvegar væri forvitnilegt að mæla kötlusaltið kalk, alk og magnesium og sjá hvað kemur út úr þessu
en varðandi notkun á því þá held ég að það sé betra að fjárfesta í 100l. tunnu og sækja sér bara sjó.
enok
Posts: 95
Joined: 15 Mar 2010, 02:11

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by enok »

Kötlusalt er ekki unnið úr sjonum heldur er það fengið úr námum sem er lengt uppá landi, það er sturlað fosfat magn í því og fleiri aukaefni sem hafa alls ekki góð áhrif gæðinn í búrinu, hehe mér finnst þetta vera svona svipuð umræða eins og ætti að gefa hundinum manns kattarskít eða ekki því það er svo sem allt í lagi og bara til að spara.. Ef maður ætlar að gera þetta almennilega þá verður maður að kaupa sér allmennilegt salt, þú kaupir ekki sóluð dekk undir nýja bimmann þinn. Menn hafa stundum reynt þessa gloríu og alltaf rústað lífinu í búrinu sýnu, frekar að ná sér bara í sjó ef þú hefur ekki efni á smá salti. Eða bara hætta í þessu hobbý og fá sér gullfisk þar er hægt að nota kranavatn og maður þarf ekkert að vera að pína sjávardýrinn með einhverjum tilraunum ;)
halldorn
Posts: 44
Joined: 20 Mar 2011, 20:01

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by halldorn »

í sjó eru 93 tegundir af salti

heyrði það í útvarpinu þegar einhver læknir var að tala um sjósund :oops:
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by Arnarl »

Eins og Enok sagði er kötlu saltið unnið úr námum en ekki úr sjónnum, CCP notaði einu sinni kötlusalt(að mig minnir) í vatnaskipti og búrið drapst.
Þér er samt guð velkomið að prófa nota það :) endilega láttu vita hvað gerist...
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by Guðjón B »

halldorn wrote:í sjó eru 93 tegundir af salti

heyrði það í útvarpinu þegar einhver læknir var að tala um sjósund :oops:
Salt er samheiti yfir öll jónaefni þar sem - hlaðinn málmleysingi hvarfast við + hlaðinn málm, t.d. Na+ + Cl- verður NaCl eða Mg2+ + 2F- verður MgF2
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: hefur eh hér prufað að nota ísl kötlu salt ?

Post by siamesegiantcarp »

sá á youtube gaur sem notar sjávarsalt keypt í matvörubúð til að nota fyrir hermit krabba

væri gaman að vita verðið á venjulegu sjávarsalti
Post Reply